Blik - 01.06.1972, Side 172
stað á fyrstu tilveruárum Betelssafn-
aðarins í Vestmannaeyjum, rétt eins
og innan þjóðkirkjunnar. Guðrún í
Fagradal hafði sjálfstæðar skoðanir
á ýmsum trúarlegum atriðum og
fylgdi fram sannfæringu sinni af
nokkurri harðskeytni, eins og henni
var eiginlegt, því að hver og einn er
sér um sefa og skaplyndi. Af þessu
spratt nokkur óánægja um stundar-
sakir innan safnaðarins. En lánið var
með. Ásbö trúboði kom aftur og enn
til bæjarins. Það mun verið hafa árið
1935. Hann ræddi deiluatriðin við
Guðrúnu Magnúsdóttur, sem svo að
segja tilbað þennan læriföður sinn.
Svo mildilegum orðum og móðurleg-
um höndum fór trúboðinn um á-
greiningsatriðin, að allt féll í ljúfa
löð og enginn ágreiningur bærði á
sér hjá hinni sanntrúuðu konu Bet-
elssafnaðarins eftir það. Drengskap
trúboðans og hreinskilni kunni Guð-
rún Magnúsdóttir að meta, því að
hún átti þá eiginleika sjálf í svo rík-
um mæli.
Fyrstu árin varð fólk Betelssafn-
aðarins fyrir nokkru aðkasti sam-
borgaranna, eins og algengt var í
þessu þjóðfélagi okkar á fyrstu árum
sértrúarflokkanna í landinu. Sjálfur
minnist ég skrílslátanna á Austur-
landi, er Hjálpræðishersfólkið lét
fyrst sjá sig þar opinberlega eða hélt
þar samkomur.
Ásböhjónin leigðu íbúð í kjallara
við Vestmannabraut fyrstu árin, sem
þau dvöldust hér við trúboðsstarfið.
Kunnur róni í bænum lagði eitt sinn
leið sína inn í gang kjallaraíbúðar-
innar til þess að hrella frú Signýju
Ásbö, er hún var ein heima í íbúð-
inni. Til allrar hamingju hafði hún
íbúðina aflæsta, svo að róninn komst
þar ekki inn. En hrædd varð frúin
samt og miður sín. Eftir drykklanga
stund bar Guðrúnu Magnúsdóttur
þar að garði og barði að dyrum hjá
frú Signýju. Frúin opnaði ekki strax,
en lét þó til sín heyra, sagði sem var,
að ölvaður maður hefði látið ófrið-
lega þarna í ganginum og knúð dyra.
En þar var kolsvartamyrkur. Heyrði
nú Guðrún að snarkaði í dónanum,
þar sem hann lá „dauður“ á gangar-
gólfinu. Þá hljóp gömlu konunni
kapp í kinn, þótt hún væri þá á ní-
ræðisaldri. Hún ýtti við rónanum
með fætinum og sagði: „Rístu á
fætur, ólánsgreyið þitt, og hypjaðu
þig út strax.“ Dóninn skreiddist á
fætur og hunzkaðist út steinþegjandi
og hljóðalaust. —• Sagan flaug um
bæinn og fólk sagði: „Þetta var
henni Guðrúnu líkt. Aldrei hefur
hana skort kjarkinn.“
Nú dregur að leikslokum, að enda
máls míns um Guðrúnu Magnús-
dóttur í Fagradal.
Guðríður Þórðardóttir bjó ávallt
hjá móður sinni í Fagradal, þegar
hún dvaldist í Eyjum, og það gerði
hún, eftir að hún hafði lokið námi
og hætti að vera heimiliskennari hjá
efnuðum bændum undir Eyjafjöll-
um. Hún var móður sinni einkar góð
og hjálpsöm. Hún lézt hér á Franska
sjúkrahúsinu árið 1921, eins og ég
hef tekið fram, þrem mánuðum eftir
lát Þórunnar.
170
BLIK