Blik - 01.06.1972, Qupperneq 82
yrða. að liann vildi hvergi vamm sitt
vita, og að hann hafði þá mannkosti
til að bera, sem prýða hvern mann
svo, að við burtför hans getum við
sagt, er við lítum yfir lífsstarf hans:
I honum bjuggu engin svik. Vinum
sínum var hann hinn trygglyndasti
og raunbezti og þeim, sem leituðu
ráða hans, en þeir voru margir, var
hann hinn ráðhollasti, enda var hann
víðsýnn og sá opin sund og vegi
greiðfæra, sem fyrir öðrum voru
sund lokuð og vegir ófærir.
En þetta mikla ævistarf Páls er
því aðdáanlegra og undraverðara,
þegar þess er gætt, að hann gekk
sjaldan heill til starfa, hvorki á fyrri
árum og því síður hin síðari árin,
því að árið 1931 bilaði heilsa hans
fyrir alvöru, og það svo, að iðulega
var tvísýnt um líf hans. En það var
hinn einbeitni vilji og sanni ásetning-
ur að standa meðan stætt var, sem
bar hann þannig fram á þann dag, er
ekki varð lengur afborinn, — ofur-
þungi sjúkdóms þess sem lagði hann
að velli 5. þ. m. (5. des. 1938).
Hann barðist alla ævi sem hetja og
hann dó sem hetja, — möglaði aldrei,
hvorki fyrr né nú síðast um þyngsli
og erfiðleika hins langvarandi sjúk-
dóms.
En þegar minnst er á starf hans í
sambandi við sjúkdóma hans, þá er
ekki hægt að leyna því, að hann stóð
ekki einn né óstuddur. Þann 14. maí
1921 kvæntist hann ágætiskonu sinni
Dýrfinnu, dóttur Gunnars Andrés-
sonar hreppstjóra og Katrínar Sig-
urðardóttur frá Hólmum í Austur-
Landeyjum. Þessi kona hans stóð sem
bjargfastur klettur við hlið hans og
létti honum hverja þá þraut, sem að
bar, með þeirri lipurð og fórnfýsi,
sem samboðin er góðum förunaut og
göfugum konum. Og Páll kunni einn-
ig að meta þessa miklu hjálp konu
sinnar. Hann hafði oftar en einu
sinni orð á því við mig, hversu mikið
athvarf hann ætti hjá konu sinni,
þegar honum fannst syrta mest að og
kreppa mest að sér vegna sjúkdóms
þess, sem stöðugt ágerðist.
Að endingu þetta: „Mannorð lifir,
þótt maðurinn deyi. Mannorð Páls
mun lifa meðal vor, þótt hann sé
horfinn sjónum vorum. Blessuð sé
minning þessa mæta manns.
J. A. G.“
Svo sem áður er getið, réðst Hall-
dór Guðjónsson kennari að barna-
skóla Vestmannaeyja haustið 1921.
Hann hafði því verið samkennari
Páls og unnið undir stjórn hans í 17
ár. Hann skrifaði í Framsóknarblað-
ið um skólastjórann 16. desember
1938 (6. tbl.). Ég tek mér það bessa-
leyfi að birta hér kafla úr grein
þessari. Hann segir um skólastjór-
ann:
„... Sem kennari hafði Páll
Bjarnason einróma álit. Hann var í
kennslustundum eins og alls staðar
yfirlætislaus og hægur, en hann hafði
hinn mikla kost hins sanna kennara,
að segja allt, sem hann sagði þann-
ig, að allir hlutu að veita því eftir-
tekt. Fróðleikurinn var ótæmandi,
en hann kunni líka þá list að stilla í
80
BLIK