Blik - 01.06.1972, Síða 89
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Páll Pálsson, barnakennari og jökulfari
Barnakennari í Vestmannaeyjum 1874—1875
Vorið 1959 birtist í Bliki 1. kafli
sögu barnafræðslunnar í Vestmanna-
eyjum. Sú grein mín fjallaði um
stofnun og starfrækslu fyrsta barna-
skóla á Islandi. Var hann starfrækt-
ur hér í byggð á árunum 1745—
1766. Þar kenndu fyrir lítinn og eng-
an pening meðhjálpararnir við
Landakirkju, þeir sómabændurnir
Nathanel Gissurarson á Vilborgar-
stöðum og Bjarni Magnússon í Norð-
urgarði.
Árið eftir (1960) birti ég svo 2.
kafla fræðslusögunnar, sem fjallaði
um tímabilið 1800—1880, að fastur
barnaskóli var stofnaÖur í Vest-
mannaeyjum.
Á þessu tímaskeiöi er getið eins
manns, er bar barnakennaratitilinn
og starfaöi að barnakennslu í Eyj-
um. Það var Páll Pálsson, nefndur
jökull eða jökulfari að viðurnefni.
Oska ég þess, að Blik geymi nokkur
orð um ævi þessa manns, þar sem
vitað er, að hann kenndi hér börn-
um, sem síðar urðu áberandi borg-
arar í byggöarlaginu, athafnamenn
og forustumenn í félagsmálum Eyja-
búa.
Ekki ber síðari tíma bókmenntum
saman um það ár ,er Páll Pálsson
dvaldist við barnakennsluna hér í
Eyjum. Kennaratal á íslandi segir
hann dveljast hér á áratugnum 1860
—1870, en þá er Páll þessi við nám
í Lærðaskólanum í Reykjavík. Hann
hóf þar nám haustið 1866 og stund-
aði námið næstu 4 veturna, en hætti
þá námi.
Önnur frásögnin á prenti segir
Pál Pálsson kennara í Eyjum vetur-
inn 1873—1874 og hefur þá fullyrð-
ingu eftir merkum sögugrúskara,
sem eitt sinn var hér búsettur. Ég
þori að fullyröa, að það ártal er
heldur ekki rétt.
Séra Brynjólfur Jónsson að Ofan-
leiti færði kirkjubækur Landakirkju
skýrt og skilmerkilega, svo að fá eru
dæmi um nákvæmari og greinarbetri
færslur skýrslna á því sviði. Prestur
segir skýrum stöfum, að Páll Pálsson,
barnakennari, eins og prestur titlar
hann, hafi dvalizt hér veturinn 1874
—1875 og búið í Jómsborg, en hús-
móðir þar var þá frú Jórunn Jóns-
dóttir prests Austmanns, ekkja 53
ára. Þetta var árið eftir að þau hjón-
in Gísli Engilbertsson og Ragnhildur
Þórarinsdóttir fluttu frá Jómsborg í
BLIK
87