Blik - 01.06.1972, Síða 34
Þessi mynd er í Bliki 1969. Þar er hán sögð vera aS lifrarbrœSsluskúrum Tangaverzlunar-
innar. Þetta er ekki rétt. Lengst til hœgri sést lifrarbrœSsluskúr Gísla J. Johnsen. Vestan
viS „brasiS“, þaS er lifrarbrœSsluskúr Arna útgerSarmanns Sigfússonar, og vestast sést
á brœSsluhús Olafs útgerSarmanns AuSunssonar í Þinghól. Þar brœddi Bergmundur Arn-
björnsson í Nýborg lifrina. Ekki er þaS ólíklegt, aS einhver dótlir hans standi þarna í
dyrunum.
það sér, að hann réðst til verksmiðj-
unnar, því að hann talaði þýzku,
hafði stundað nám í Þýzkalandi. Það
gekk vel að koma nýju vélunum fyrir,
og undir marzlokin 1926 var allt
undirbúið, svo að vélarnar yrðu ræst-
ar. Þessar nýju vélar áttu að fram-
leiða 12 smálestir af mjöli á sólar-
hring, svo að þetta framtak þótti
stórt stökk fram á við og í góðu
samræmi við vaxandi útgerð í Eyj-
um, eins og hún hafði þróazt síðasta
áratuginn þar.
Ofninn í þessum nýju vélasam-
stæðum var með tveim kyndihólfum,
og inn af þeim kom reykvendisvegg-
ur, sem átti að verja öskuryki að
komast fram í þurrkarann. Eins átti
allur reykur að eyðast þar. Fyrir aft-
an þennan vegg tók við sjálft gas-
rúmið, og var hitinn venjulega þar
1400—1600 stig á Celsíusmæli, og
kom það fyrir að hann steig upp
fyrir þetta hitamark.
I ofninum var brennt koxi. Það
var bæði erfitt verk og þrautaverk
vegna hins mikla hita að hreinsa
eldinn, því að mikil óhreinindi söfn-
uðust á ristarnar, sérstaklega þegar
koxið var blautt og sandur tolldi í
því frá jarðveginum, þar sem það
var geymt úti. Ég ímynda mér, að
enginn fengist núna til þess að inna
þessa vondu vinnu af hendi.
Aftan við ofninn kom svo þurrkar-
inn, 12 metra langur og 153 sm að
32
BLIK