Blik - 01.06.1972, Side 65
kenndi þessi héraðslæknir barna-
skólanemendum leikfimi í gamla
Goodtemplarahúsinu á Mylnuhól.
Það kennslustarf innti héraðslæknir-
inn af hendi í sjálfboðavinnu, og án
alls endurgjalds, eftir því sem ég
veit sannast og réttast. Hann gerði
það aðeins af einskærum áhuga á
að auka líkamsmennt ungra Eyj abúa.
Skólanefndarmennirnir knúðu fast
á um þá hugsjón sína, að byggt yrði
leikfimihús við barnaskólabygging-
una. Eftir beiðni bæjarstjórnar létu
þeir gera kostnaðaráætlun um bygg-
ingu þessa. Bæði til gamans og nokk-
urs fróðleiks um verð á byggingar-
vörum þá og fl., birti ég hér þá áætl-
un, sem gjörð var og send bæjar-
stjórn Vestmannaeyja í októberlokin
1924.
Bréf skólanefndarinnar til bæjar-
stjórnar hljóðar svo:
„I tilefni af fundarályktun skóla-
nefndarinnar í Vestmannaeyjum
hafa þeir Halldór Gunnlaugsson, hér-
aðslæknir, Páll Bjarnason, skóla-
stjóri, Helgi Arnason, múrari, og
Magnús ísleifsson, trésmiður, ásamt
undirrituðum á sameiginlegum fundi
gjört svolátandi
Áœtlun
um kostnað við byggingu leikfimi-
húss í sambandi við bamaskólann í
Vestmannaeyjum, sem er 60 feta
langt (18,8 m) og 28 feta (8,2 m)
vítt (hvort tveggja að utanmáli),
með 16 feta (5 m) háum veggjum,
14 þumlunga þykkum neðst (grunn-
veggir), en frá stalli (,,sökkli“) 12
þuml. þykkum; þar með talin þrjú
afhýsi í öðrum enda hússins, sem sé:
forstofa, búningsklefi og leikfimi-
áhaldaklefi.
Leikfimiáhöld ekki talin með.
Efni og vinna:
Steinlím, 190 tunnur, 20/00 kr. 3.800,00
Möl, 1000 tunnur, 1/00 .... — 1.000,00
Sandur, 200 tunnur, 1/00 .. — 200,00
Kalk, 2 tunnur, 90/00 ....... — 180,00
Ýmisleg áhöld ................— 120,00
Plankar ..................... — 655,00
Klæðningarborð ...............— 3.250,00
Gólfborð .................... — 900,00
Panelborð ................... — 760,00
Efni í sperrur .............. — 1.455,00
Þakjárn ..................... — 1.460,00
Pappi ....................... — 400,00
Naglar ýmiskonar...........— 360,00
Gluggar og hurðir......... — 630,00
Ýmislegt efni............. — 580,00
Vinnulaun (vinna við múr-
verk kr. 3.400,00; önnur
vinna kr. 3.500,00 .......... — 6.900,00
Samtals kr. 22.650,00
Ásgarði, 29. okt. 1924
F. h. skólanefndarinnar
Arni Filippusson.
Til Bæjarstjórnarinnar í Vestmanna-
eyjum.
Sumarið 1925 var gerður nýr til-
löguuppdráttur að væntanlegu skipu-
lagi á byggingum og götulagningu í
bænum norður af Landakirkju og
vestur á Heiðina, eins og svæðið
vestur af Landakirkju var nefnt í
daglegu tali Eyjabúa. Samkvæmt
uppdrætti þessum fannst skólanefnd
nærri höggið barnaskólanum, og lít-
ils skilnings gæta þar um þarfir skól-
ans á hóflega stóru lóðarsvæði hon-
um til afnota. Þess vegna lét skóla-
BLIK
63