Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 149
sett saman, áður en ég byrjaði á
mínu starfi. Sú skrá varð mér að
afarmiklu liði til leiðréttingar og
fyllingar safni mínu, ekki sízt um
stafsetningu örnefnanna og svo ýms-
an fróðleik, en slíkar upplýsingar,
sem þaðan eru teknar, eru allar ein-
kenndar GL.“
Gísli Lárusson var einn af skelegg-
ustu stofnendum Björgunarfélags
Vestmannaeyja 1918 og skipaði sæti
sitt vel í stjórn þess í upphafi félags-
samtakanna, þegar mest á reyndi og
bezt var barizt fyrir kaupum björg-
unarskipsins fyrsta. — Einnig var
hann um árabil einn af stjórnar-
mönnum hins gagnmerka félags at-
hafnamanna í Eyjum, ísfélags Vest-
mannaeyja.
Aður en Vestmannaeyjabyggð
hlaut kaupstaðaréttindi, var Gísli
Lárusson hreppsnefndarmaður í
heimabyggð sinni og um sinn sýslu-
nefndarmaður.
Og nú kem ég að ástæðunum fyrir
því, að ég eyði svo mörgum blaðsíð-
um í ritinu til að kynna Eyjabúum
æviferil Gísla Lárussonar og þátt
hans í uppbyggingu byggðarlagsins
á síðasta áratug fyrri aldar og svo
fyrstu árin af þessari öld.
Hér birti ég loks í Bliki fræðslu
þá, sem hann veitti mér fyrir 40 ár-
um um hákarlaveiðar í verstöðinni.
Þar var hann sjálfur með í leiknum
við hákarlinn, er hann á æskuskeiði
stundaði þær veiðar með sér eldri
og reyndari sægörpum. Það var á
síðustu árum hákarlaveiðanna hér í
Eyjum (1885—1895).
Og svona tií gamans langar mig
að rifja upp tildrögin að því, að
þessi alúðlegi fræðaþulur og vinsam-
legi áhugamaður um sögu byggðar-
lagsins og náttúrufræðilegar stað-
reyndir þar, leyfði mér að skrifa upp
í minnisbók mína þennan fróðlega
þátt, er ég eitt sinn átti erindi til
hans heim í Stakkagerði fyrir réttum
40 árum. Þessar endurminningar
hans um hákarlaferðirnar á æsku-
árum birti ég svo hér á eftir.
Við hjónin afréðum að kaupa okk-
ur stundaklukku. Þá vissum við það,
að þær fengust beztar og fallegastar,
að talið var, hjá Gísla gullsmið í
Stakkagerði. Ég lagði svo leið mína
þangað. Þá var aðalinngangur um
eystri dyr á suðurhlið hússins. (Sjá
mynd hér). Innan við dyrnar var lít-
ill og þröngur gangur. Þar var hurð
til hægri, þegar inn var komið. Þar
drap ég á dyr, því að þar vissi ég
einhvernveginn af gullsmiðnum inni
við handiðn sína.
Ég festi svo kaup á veggklukkunni.
(Hún er nú geymd á Byggðarsafn-
inu hér). Klukkuna greiddi ég eins
og verð stóð til. En svo hlaut ég ým-
isleg verðmæti alveg ókeypis hjá gull-
smiðnum að mér helzt fannst svona
með sjálfum mér í eins konar kaup-
bæti. — Hann tók mig tali. Mér
fannst hann hefja leit í mér að áhuga-
málum mínum. Og þá mun hann hafa
uppgötvað, að áhugamál okkar voru
hin sömu á vissum sviðum. Þetta
samtal okkar leiddi til þess, að ég
fékk að skrifa upp ýmsan sögulegan
fróðleik, sem honum var þá efst í
BLIK
147