Blik - 01.06.1972, Qupperneq 162
fólki hennar og henni sjáífri á Þór-
odds-, Isleifs- og Gissurarnafn-
inu. Gömul var sú ættarsögn með því
fólki, að þessi nöfn hefðu haldizt í
ættinni frá því á söguöld og væru
nöfn þeirra þremenningam.a Þór-
odds goða, Gissurar hvíta og ísleifs
biskups, en þeir áttu eftir ættarsögn-
inni að vera forfeður fólks þessa og
Seljaland ættarleifðin mikla og mark-
verða.
Rétt er að geta þess hér, að Olöf
Þórðardóttir, tengdamóðir Guðrún-
ar húsfreyju í Hamragörðum, dvald-
ist hjá henni, eftir að hún missti
manninn, Jón bónda Sveinsson, árið
1877. Þar réði öðrum þræði meðfædd
samúðarkennd Guðrúnar Magnús-
dóttur húsfreyju og drenglund at-
höfnum hennar og gjörðum.
Svo gekk lífið sinn vanagang hjá
hjónunum í Hamragörðum næstu 8—
9 árin. Orð fór að skörungsskap og
dugnaði Guðrúnar húsfreyju. Hún
þótti á ýmsa lund vera fremri flest-
um konum þar að vitsmunum og
hetjulund. Hún var hrein og bein,
djarfmælt og afgerandi, en þótti
jafnan stórlynd nokkuð, en drengur
góður, eins og sagt er um húsfreyj-
una á Bergþórshvoli.
Og vissar trúarhræringar fóru um
byggðir Suðurlandsins á þessum
tímum. Postilla meistarans og kenn-
ingar hins orðdjarfa biskups þótti
ekki öllum einhlít til sáluhjálpar,
þegar á reyndi. Og heldur ekki aðrar
húslestrarbækur.
Mormónar létu á sér kræla þar
um byggöir. Ymislegt í kenningum
þeirra varð mönnum deiluefni ,eins
og staðreyndin var í Vestmannaeyj-
um, þar sem þeir voru taldir eiga
einskonar trúarhreiöur. Ungir menn
í Suðurlandsbyggðum hentu sérlega
gaman að þeirri kenningu mormóna,
að mönnum væri hæði eiginlegt og
leyfilegt að eiga margar konur og
njóta þeirra allra eftir beztu getu.
Ungir gárungar ólu á, en helzt voru
það eldri húsfreyjur og eiginkonur
sem fussuðu og sveiuöu!
Mjög var um það rætt á Hólma-
bæjunum og í Rangárvallasýslu allri,
að hinn kunni samborgari þeirra og
sýslufélagi, Eiríkur Ólafsson frá
Brúnum, bænum þarna suður af Dal-
seli, hefði tekið mormónatrú og væri
oröinn prédikari mormóna þar vest-
ur í Utha í henni stóru Ameríku. —
Svo færðist staðreyndin nær þessu
fólki, þegar Eiríkur frá Brúnum tók
að ferðast um byggðir þess, prédika
mormónatrú og brigzla prestum jafn-
framt um villikenningar og rangtúlk-
un heilags guðsorðs.
Presturinn, séra Sveinbjörn Guð-
mundsson í Holti, hafði fengið bréf
frá þessum fóstursyni Hólmabæj-
anna, þar sem honum var brigzlað
um margskonar misgjörðir í starfi
og kenningum, þegar hann t. d. fram-
kvæmdi barnaskírn og fl. í stað þess
að fremja niðurdýfingarskírn, eins
og Biblían boðaði og framkvæmd
hafði verið á sjálfum Kristi. Fregnin
um bréf þetta barst um sveitina. Það
var dagsett 26. nóvember 1881 og
var þrungiö af ásökunum, — stórorð
ádeila.
160
BLIK