Blik - 01.06.1972, Side 118
bæjarfélaginu, sem ávallt voru reiðu-
búin að veita henni stuðning og létta
róðurinn. Þar nefnir Oddgeir Krist-
jánsson til í skrifum sínum um lúðra-
sveitina alveg sérstaklega frú Láru
Guðjónsdóttur á Kirkjulandi, móð-
ur Ölafs Björnssonar. Hún reyndist
ávallt reiðubúin að veita lúðrasveit-
inni hjálp, t. d. við skemmtanir, þeg-
ar lúðrasveitin aflaði sér fjár með
kaffisölu. Þá annaðist frú Lára jafn-
an veitingasöluna lúðrasveitinni að
kostnaðarlausu. Einnig héldu félag-
arnir oft fundi á heimili þeirra hjóna
á Kirkjulandi, Björns Finnbogason-
ar og frú Láru, og nutu þar gestrisni
í ríkum mæli. Að lokum segir Odd-
geir: „Ætti tónlistin marga slíka
vini, sem þetta fólk, væri lengra kom-
ið í tónlistarmálum þjóðarinnar í
dag.“ — (Afmælisrit Lúðrasveitar
Yestmannaeyja 1949).
Ennfremur skrifar Oddgeir í sama
rit: „Eitt af því sem háð liefur öllum
tónlistarfélögum í þessu byggðarlagi
eru hin sífelldu mannaskipti, og
fékk þessi lúðrasveit (1924—1931)
óspart að kenna á því ... Húsnæðið,
sem lúðrasveitin hafði til æfinga, var
oft æði lélegt og má segja, að framan
af hafi það mál verið ein sorgar-
saga. Fyrst var æft á lofti í íshúsinu,
síðan á hifreiðaverkstæði Sigurjóns
Jónssonar, þá í Fangahúsinu, á kró-
arlofti um alllangt skeið og svo í að-
göngumiðasölunni í Nýjabíó. Stund-
um var kuldinn svo mikill í sumum
þessara húsa, að félagar urðu að
berja sér til hita og dugði eigi.“
Þannig lýsir Oddgeir aðbúnaðinum,
þegar hann hóf þátttöku í þessu tón-
listarstarfi 1926.
Þau sumur, sem Hallgrímur Þor-
steinsson dvaldist í Eyjum, bjó hann
hjá hjónunum í Hlíð, Jóni útgerðar-
manni Jónssyni og Þórunni Snorra-
dóttur. Þau tóku ekki eyri af lúðra-
sveitinni fyrir dvöl hans þar, fæði og
húsnæði. Þau hjón vissu sem var, að
ekki var um auðugan garð að gresja
hjá lúðrasveitinni og var þetta hinn
veigamikli fjárhagslegi stuðningur
þeirra hjóna við fagurt hugsjóna- og
menningarstarf í bænum. En ekki
voru þau hj ón ein um þann stuðning.
Sum sumurin bjó Hallgrímur tónlist-
armaður hjá hjónunum á Sólbakka,
þeim Pétri Andersen, útgerðarmanni
og skipstjóra, og konu hans Jóhönnu
Guðjónsdóttur Andersen, sem veittu
hljómsveitarstjóranum fæði og hús-
næði með sömu kjörum og hjónin í
Hlíð, sem sé: Lúðrasveitinni að
kostnaðarlausu. Þess ber að minnast
sem vel er gert.
Þegar leið á sumarið 1925 kom
fyrir atvik, sem veikti um stundarsak-
ir félagsskap þeirra ungu tónlistar-
manna í kaupstaðnum, sem voru eins-
konar menningarvitar byggðarlags-
ins: Fjórir af piltunum höfðu stofnað
sérstaka danshlj ómsveit og léku fyrir
dansi á almennum skemmtunum. Það
voru þeir Ingi Kristmanns, Árni
Árnason, Harald St. Björnsson og
Eyjólfur Ottesen. Það er mér tjáð og
fullyrt, að þetta sé fyrsta danshljóm-
sveit, sem stofnuð er og starfrækt í
Vestmannaeyjum.
Þetta framtak fj órmenninganna
116
BLIK