Blik - 01.06.1972, Side 10
4. Hið mikla norræna ritsímafélag
veitir kr. 300.000,00 til landsíma-
lagningar frá Seyðisfirði til Reykja-
víkur.
5. Yiðhald og rekstur sjálfs land-
símans kostar landssjóður Islands og
fær jafnframt allar tekjur af honum,
en sæsímanum, millilandasamband-
inu, verður haldið við á kostnað fé-
lagsins gegn kr. 54.000,00 á ári í 20
ár úr ríkissjóðiDana og kr. 35.000,00
úr landssjóði íslands jafnmörg ár.
Naumast hafði Hannes ráðherra
stigið aftur á land hér heima, er
andstæðingar hans í stjórnmálun-
um, og þá alveg sérstaklega ísafold-
arliðið, hóf hatrama sókn á hann
fyrir samningana um lagningu sím-
ans og rekstur.
Að sjálfsögðu urðu mikil átök um
mál þetta allt á Alþingi 1905, en 21.
ágúst lauk endanlega umræðum um
málið, og þá samþykkti þingið
frumvarpið um ritsímalagningu til
Islands og svo lagningu landssímans
frá Austfjörðum norður um land til
Reykj avíkur.
Eftir það hófust árásirnar á Hann-
es ráðherra fyrir alvöru og stjórn
hans. Björn Jónsson, ritstjóri ísa-
foldar skrifaði og úthúðaði samningn-
um í blaði sínu, og hann og hans
menn skrifuðu fylgifiskum sínum um
allt land og hvöttu þá til þess að boða
til mótmælafunda, mótmæla þessum
fyrirhuguðu framkvæmdum fyrst og
fremst á þeim grundvelli, að þjóðin
risi aldrei undir þeim gífurlega kostn-
aði, sem leiddi af framkvæmdum
þessum. Þjóðinni yrði gjörsamlega
reistur hurðarás um öxl fjárhagslega,
sem svo hamlaði sjálfstæðisbaráttu
hennar um ófyrirsj áanlega framtíð.
Hér læt ég fylgja nokkrar fundar-
samþykktir utan af landsbyggðinni,
svo að glöggur lesandi geti betur
gert sér í hugarlund mótmælin og
svo æsingarnar, sem andstæðingar
Hannesar ráðherra gátu komið fólk-
inu í, og svo öll þau stóryrði, er sum-
staðar voru notuð í samþykktum
þessum. Mörgum var heitt í hamsi,
enda var mál þetta eitt allra mesta
framfaramál íslenzku þjóðarinnar
fyrr og síðar, en skilningurinn á gildi
þess ofvaxinn öllum almenningi.
Þingmálafundur á Blönduósi 28.
apríl 1905:
„Fundurinn lýsir megnustu óá-
nægju yfir því, hafi ráðherrann gert
samning við ritsímafélagið danska
(Stóra norræna) um ritsímalagn-
ingu hingað að Alþingi forspurðu,
og skorar á þingið að vera einkar
varkárt í því máli og samþykkja ekk-
ert í því, er sé kröftum þjóðarinnar
ofvaxið. Einnig, er samningur þessi
er gjörður, að Alþingi láti vandlega
rannsaka, hvort ráðherrann hefur
haft heimild til að gera slíkan samn-
mg.“
Þingmálafundur á Hellissandi í
Snæfellssýslu 14. júní:
„Fundurinn skorar á Alþingi að
gæta þess vandlega, að landinu verði
ekki reistur hurðarás um öxl með
fjárframlögum til ritsímans.“
Samþykt í einu hljóði.
Þingmálafundur í ísafjarðarkaup-
stað 31. maí. Tillaga:
8
PLIK