Blik - 01.06.1972, Side 73
andi mönnum í bænum. Og ungliSar
þeirra hófu félagsstarf og áróðursher-
ferð gegn öllum hinum, sem vildu
vinna að framförum í kaupstaðnum
og almennings hag, — m. a. bæta
starfsskilyrði skólanna. Þó höfðu
ungliðar hins ráðandi flokks tvíveg-
is hafið blaðaútgáfu og látið mikið
yfir sér. Þeir reyndust vera ungir og
upprennandi nazistar eða „brún-
stakkar“, eins og hinir kölluðu þá
eftir litnum á jökkunum þeirra, þeg-
ar þeir skrýddust félagsbúningnum
og fóru um götur bæjarins á tyllidög-
um sínum hrópandi þýzk nazistaslag-
orð og svo „Heil Hitler“ með viðeig-
andi armsveiflum og útlima-„gymna-
stik“. Þá sungu þeir baráttusöng sinn
hinn heiftþrungna, þar sem hvert er-
indi enti með þessum ljóðlínum:
„Sameinaðir stöndum,
sigurs lyftum bröndum,
sigrum, fellum fj anda her.“
Ekki var framtíð skólanna í bæn-
um gæfusamleg, þó að ekkert annað
væri haft í huga! En óneitanlega voru
þó þessi fyrirbrigði í bæjarlífinu at-
hyglisverð og brosleg í aðra röndina.
Við hlógum dátt, sumir hverjir, þó
að skömm sé frá að segja, þar sem
liðið „marseraði" um götur bæjar-
ins með fánann sinn í fararbroddi,
— bláan stóran fána. Á miðjan bláa
feldinn var saumaður hringmyndað-
ur hvítur dúkur og á honum var eld-
rauður nazistakrossinn, hakakrossinn
þýzki.1
1 ByggSarsafn Vestmannaeyja á fána
Jjennan og mun hafa hann almenningi til
Já, í aðra röndina fannst okkur
sumum þetta broslegt, en í hina var
það hryllilegt. T. d. var það vissast
sumum hverjum í „viðurstyggðinni“
að hýrast sem mest innan veggja, er
skyggja tók í hænum, af ótta við lík-
amlegar árásir á förnum vegi, þar
sem skugga bar á. Svo miklar voru
æsingarnar og heiftþrungnar. Og á
pólitískum fundum fékk æsingalið
þetta hvatningu og andlega næringu
með hóli og kjassyrðum „umboðs-
mannanna", sumra konsúlanna. Þetta
unglingalið átti framtíðina fyrir sér,
var glæsilegt og atorkusamt og vissi,
hvað það vildi! Slík orð hlustaði
maður á á pólitískum fundum.
Þrívegis hófu þessir ungliðar
flokksins í Eyjum blaðaútgáfu. Fyrst
gáfu þeir út blaðið „Fasistann“ og
svo blaðið „Þjóðernissinnann“.
Síðan hófu þeir útgáfu á blaðinu
„Fróni“, málgagni „Félags Þjóðem-
issinna í Vestmannaeyjum“. Seinna
hét útgefandinn „Flokksdeild þjóð-
ernissinna, Vestmannaeyjum“. Allt
lék í lyndi fyrir flokksdeildinni og
valdhöfunum, sem að þeim stóðu,
„þessum fáu sálum“ í Vestmannaeyj-
um. Nazistarnir voru að hertygja sig
í Þýzkalandi og efna til heimsstyrj-
aldar. Sigurinn var viss og einnig í
Vestmannaeyjum. „Fella skyldi
fjenda her“.
Ég hlýt að geta þessa alls hér til
skýringar því, sem hér fer á eftir í
skólasögu Vestmannaeyja, sem fjall-
sýnis eftir nokkur ár, samkv. samningi við
visst fólk í bænum.
BLIK
71