Blik - 01.06.1972, Síða 60
að um rekstur barnaskólans á fyrstu
árum Páls í skólastjórastöðunni. Þar
orkuöu mjög á starfið afleiðingar
styrjaldaráranna (1914—1918), svo
sem eldiviöarskorturinn og afleið-
ingar hans: Lokun barnaskólans um
lengri eða skemmri tíma, sem síöan
leiddi af sér lakari kunnáttu barn-
anna til þess að fullnægja kröfum
fræðslulaganna og reglugerðum.
Þá var einnig skólahúsinu ólokið,
þó að 3—4 ár væru liðin frá því að
skólinn var fluttur í það, og það sem
verra var: engin fjárhagsleg geta
kaupstaðarins til að ljúka þeim dýru
framkvæmdum. ÞaS voru líka af-
leiðingar erfiðra ára. —- Ég segi
skortur á getu, því að ég er sann-
færður um það af gildum heimild-
um, að viljann til framkvæmdanna
skorti þá ekki, ef efnahagurinn hefði
leyft það. Ýmsir ráðandi menn í
hænum vildu þá efla eftir föngum
barnakennsluna og allt starf barna-
skólans í kaupstaðnum. Hefi ég þá
fyrst og fremst í huga skólanefndar-
formanninn Arna Filippusson og
oddvita hæjarstjórnar (samkvæmt
lögum um bæjarstjórn í Vestmanna-
eyjum frá 1918) Karl Einarsson bæj-
arfógeta. Báðir voru þeir miklir á-
hugamenn um gengi skólans og vel-
ferð. En í mörg horn var að líta í
hinum verðandi kaupstað og fjár-
hagsgetan í minna lagi, eins og fyrr
er getið, ekki sízt sökum ráðandi
stefnu um álagningu útsvara og opin-
berar framkvæmdir.
Skólanefndin knúði jafnan á um
framhald á byggingarframkvæmdum
58
við barnaskólann. En bæjarstjórn
spyrnti við fæti. —- Ég leyfi mér að
birta hér bréf bæjarstjórnaroddvit-
ans til skólanefndarinnar skrifað
haustið 1920. En það haust, þegar
Páll Bjarnason tók við skólastjóra-
stöðunni, var svo ástatt um bygging-
una, að hvorki voru máluÖ eða dúk-
lögð nokkur gólf í skólastofunum,
veggir allir í kjallara ómúrhúðaðir,
engir gluggar málaðir, hvorki utan
né innan, og slegið boröum fyrir
marga gluggana sökum skorts á rúðu-
gleri, sem ekki fékkst í landinu.
Skólabyggingin var öll ómáluð inn-
an veggja.
Leiksvið barnanna sunnan við
skólahúsið var forað eitt. Þá skorti
tilfinnanlega anddyri við útidyr
byggingarinnar á vesturstafni til þess
að hindra kuldagust inn í skólahúsið.
Alla þessa vöntun, — allan þennan
skort á framkvæmdum, tók skóla-
nefndin fyrir til umræðu á fundi
sínum í júlí 1920. — Og svo kemur
hér svar oddvita bæjarstjórnar við
óskum skólanefndarinnar og áskor-
unum:
„Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum
(stimpill)
Hofi, 16. okt. 1920
Á bæjarstjórnarfundi 30. f. m. var
lögð fram og tekin til umræðu fund-
argjörð skólanefndar 10. júlí, og út
af máli þessu samþykkt svofelld til-
laga:
Enda þótt bæjarstjórnin sjái nauð-
synina á því að gera skólann hetur
úr garði en orðið er, sér bæjarstj óm-
in sér ekki fært að láta umrædda að-
BUK