Blik - 01.06.1972, Qupperneq 48
fyrir atbeina eins manns, sem hefur
unnið að vexti þess og viðgangi í
tómstundum sínum.
Allgott safn lifandi fiska á bærinn
í umsjá Friðriks Jessonar.
Bókasafn gott á kaupstaðurinn. En
það er enn geymt í þröngu og óhent-
ugu húsnæði. Þangað var mér tíð-
förult. Og gott var að skipta við á-
gætan mann, sem þar réði hillum,
Harald Guðnason. Nú stendur þetta
um húsnæði safnanna í Eyjum allt til
bóta, því að hafin er bygging safna-
húss. Þar munu þau betur geta gegnt
hlutverkum sínum.
Margir róma náttúrufegurð Eyj-
anna, enda mun það svo, að óvenju-
lega margbreytni í landslagi er að
sjá á ekki stærra svæði en Heimaey
er. Ekki má þá gleyma hinu fjöl-
skrúðuga gróðurríki og svo fugla-
lífinu. Háir hamrastallar iða og óma
af lífi, sem svo leitar sér fanga á sæ
út. Brimið svarrar við urðir og út-
sker, og stundum er hafflöturinn
spegilsléttur dag eftir dag. Utsýn til
lands er margbreytileg og fögur og
fjarlægð fjallanna hæfileg, svo að lit-
ir og lögun njóta sín og hrífa hug-
ann í björtu veðri.
Einatt gekk ég út í hraunið, austur
á Urðir og upp á Helgafell. Þangað
komst ég hvert sumar. Þaðan er fag-
urt að litast um í nálægð og fjar-
lægð. Þar er útsýniskringla til leið-
beiningar.
Landakirkja fannst mér fögur
bygging. Þangað lá leið mín oft, þeg-
ar ástæður leyfðu. Og þangað var
gott að koma. — Prestarnir eru meðal
vina minna, og starf sitt unnu þeir
af heilum hug. I kringum kirkjuna
er allstórt, vel ræktað svæði girt fal-
legri girðingu. Hana lét Kvenfélag
Landakirkju gera. Kvenfélag þetta
annast ræktun lóðarinnar og prýði
kirkjunnar innan veggja, svo að allt
er þetta starf bæjarfélaginu til heið-
urs og sóma. Eyjabúar unna kirkju
sinni og eru örir á fé henni til fegr-
unar. — Þá er grafreiturinn þar
skammt frá, vel hirtur. Þar má sjá
marga minnisvarða mæ'tra manna
og kvenna, sem lifað hafa og starfað
í byggðarlaginu og getið sér þar góðs
orðtírs. „Þegar þú gengur um þennan
reit, þín sé til reiðu bænin heit“,
yrkir séra Hallgrímur.
Eftir 12 ára Eyjadvöl draga atvik-
in eða örlögin okkur aftur til Árness-
þings, og Hveragerði verður heim-
kynni okkar,—hlýtt og vinalegt smá-
þorp í faðmi fjalla. Þar er mikill
varmi í jörðu og þéttir gufubólstrar
stíga til lofts. Laufmikil og gróðurrík
tré vaxa við næstum hvert hús í
þorpinu. Og undir glerþökum stórra
vermihúsa er margskyns grænmeti
ræktað, og svo blómaskrúð mikið og
margbreytilegt svo að fegurð grær þar
árið um kring, og eins þótt vetrar-
stormar blási. I Hveragerði býr starf-
samt fólk og flestir hafa nóg að gera.
Gróðurmoldin og allt, sem nýtilegt
dafnar í henni við jarðarvarma og
sólarljós, krefst sívakandi natni og
starfs, sem aldrei má hvika frá.
Tært vatn, heitt og kalt rennur í
hvert hús, þrotlaust nótt og dag.
46
BLIK