Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 202
vélbátum og ætlaöar til þess, að bát-
ur gæti látið um sig vita, sérstak-
lega, ef eitthvað bjátaði á. Vissulega
gerðu tæki þessi gagnið oft og tíð-
um en þóttu þó léleg, sérstaklega eftir
að erlendu sendi- og móttökustöðv-
arnar ruddu sér til rúms og urðu al-
geng hjálpartæki í vélbátunum.
186. Síldarklippur (síldartöng).
Klippur þessar voru notaðar til þess
að kverka með síld, eins og það verk
var kallað, áður en hún var söltuð
til útflutnigs. Gefandi: Sigurður
smiður Sæmundsson á Hallormsstað
við Brekastíg (nr. 11 A).
187. Síldarklippur með vöfðum
örmum. Gefandi: Guðrún Þórðar-
dóttir, Framnesi (nr. 3 B við Vestur-
veg). Sjálf notaði hún síldarklipp-
ur þessar, þegar hún stundaði síldar-
söltun á Siglufirði.
188. Síldarmót úr alabastri; til
þess gerð að steypa í þeim blý- eða
tin„síldir“ á handfæraöngla. Mót
þessi átti Jón formaður Ingimundar-
son í Mandal. Gjöf frá Jóni Stefáns-
syni, dóttursyni hans og fóstursyni.
189. Síldarmót úr sementsblöndu,
Notuð eins og frá er greint í fyrra
númeri.
190. Síldarnetjanálar tvær með
harðviðarkinnum. Gefandi: Þórður
H. Gíslason netjagerðarmeistari.
191. Sildarnetjanál með kinnum
úr skelplötu. Þ. H. G. gaf Bygðar-
safninu nálina.
192. Sjópokalás.
193. Sjóskór úr erlendu leðri.
Þennan sjóskó átti upphaflega Pétur
hóndi Benediktsson í Þórlaugargerði.
Jón Guðjónsson frá Oddstöðum,
fóstursonur Jóns bónda Péturssonar
Benediktssonar, gaf Byggðarsafninu
skóinn.
194. Sjóskór með þveng úr hross-
hári. Gefandi: Stefán heitinn Björns-
son, útgerðarmaður í Skuld (nr. 40
við Vestmannabraut).
195. Skinnbrók saumuð úr hross-
há. Brókin var ný og ónotuð, þegar
Guðjón bóndi Jónsson í Hallgeirsey
í Landeyjum sendi Byggðarsafninu
hana að gjöf.
196. Skinnklœðanálar, notaðar við
skinnklæðasaum. Fyrirseyma hét
önnur nálagerðin, sem notuð var.
Það var fjaðranál. Eftirseyma hét
hin nálagerðin. Hún var sívöl.Skinn-
klœðaþráðurinn var oftast ullarþráð-
ur.
197. Skinnklœði (stakkur og
brók) úr sauðskinni. Skinn- eða sjó-
klæði þessi „eru œttuð“ frá Neðra-
Dal í Mýrdal. Gefandi: Sigurgeir
Sigurðsson, símaverkstjóri hér í bæ.
198. Skriðljós (stjórnborðs-„lant-
erna“) af v/b ísleifi VE 63, sem
bættist við bátaflota Eyjamanna
1928. Fyrsti bátur Ársæls Sveinsson-
ar með þessu nafni. Guðjón smiður
Þorleifsson í Fagurhóli (nr. 55 við
Strandveg) smíðaði skriðljós þetta.
Gefendur: Synir Ársæls Sveinssonar.
199. Skráfuhníjur, gamall. Gef-
andi: Eyjólfur skipstjóri Gíslason á
Bessastöðum hér í Vestmannaeyjum.
200. Smurolíukranar úr tré. Öll
smurolía var flutt á tunnum til lands-
ins, og höfðu sjómenn þær „á stokk-
um“ eins og steinolíutunnurnar. Síð-
200
BLIK