Blik - 01.06.1972, Side 9
á íslandi og leiddi til þess, að á Al-
þingi 1902, sem var aukaþing, var
borin upp svohljóðandi tillaga til
þingsályktunar: „Neðri deild Alþing-
is ályktar að kjósa fimm manna
nefnd til þess að athuga málið um
þráðlaus rafmagnsskeyti milli íslands
og útlanda og gera tillögur um það.“
Tillaga þessi var samþykkt í einu
hljóði.
Við athugun kom í Ijós, að þráð-
laus firðritun virtist mun dýrari en
gert hafði verið ráð fyrir eða menn
yfirleitt búizt við.
Og svo liðu tvö ár eða rúmlega
það.
Hinn 1. febrúar 1904 urðu stjórn-
arskipti með markverðum viðburði.
íslendingur varð ráðherra, og stjórn-
arskrifstofan flyzt heim til íslands.
Hannes Hafstein var tilnefndur valda-
maður í landinu, íslenzkur ráðherra.
Þá horfði símamálið þannig við,
að heimild lá fyrir frá Alþingi um
að gera samning um ritsíma milli ís-
lands og útlanda og jafnframt heim-
ild til þess að verja kr. 35.000,00 á
ári næstu 20 árin til þess að standa
straum af kostnaðinum.
Islenzki ráðherrann tók nú síma-
málið allt til rækilegrar athugunar
með nánustu samstarfsmönnum sín-
um. Hann virðist hafa haft náin
bréfaviðskipti við ýmsa málsmet-
andi menn um málið bæði í Lundún-
um og í Kaupmannahöfn.
Á sama tíma vann ráðherra opin-
berra framkvæmda í Danmörku af
alhug að framgangi málsins. Sá var
C. Hage samgöngumálaráðherra.
Síðari hluta sumars 1904 ferðast
íslenzki ráðherrann síðan til Lund-
úna til þess að kynna sér kostnað og
fleira við þráðlausu firðritunina til
landsins, og svo þaðan til Kaup-
mannahafnar til þess að kynna sér
„hina leiðina“, — sæsímamálið. Þeg-
ar þangað kom, hafði danski ráð-
herrann svo að segj a samið við Mikla
norræna ritsímafélagið um lögn sæ-
strengsins til íslands og náð þeim
skilyrðum og kjörum, að íslenzki
ráðherrann gat vel við unað, — einn-
ig um lögn símalínu frá Austfjörðum
norður um land til Reykjavíkur.
Hinn 26. september 1904 voru und-
irritaðir samningar við Mikla nor-
ræna ritsímafélagið um allar þessar
risavöxnu framkvæmdir. Að samn-
ingum þessum undirrituðum hvarf
Hannes ráðherra aftur heim til Is-
lands.
Helztu samningsatriðin voru þessi:
1. Norræna ritsímafélagið fékk
einkaleyfi til símalagningar til ís-
lands frá Hjaltlandi um Þórshöfn í
Færeyjum til Austur-íslands.
2. Lagningu símans skal lokið
eigi síðar en 1. okt. 1906, ef ófyrir-
sjáanlegar hindranir hamla ekki.
3. Einkaleyfi félagsins gildir í 20
ár. Vilji Ritsímafélagið ekki endur-
nýja leyfið til reksturs símans án
allra styrkja að tuttugu árunum liðn-
um, geta Danir og íslendingar í sam-
einingu krafizt þess, að símakerfi
þetta sé afhent þeim endurgjaldslaust
til fullrar eignar þannig, að Danir
eigi % fyrirtækisins og íslendingar
Ys hluta.
BLIK
7