Blik - 01.06.1972, Síða 42
þræði a. m. k., um nokkurt árabil og
þótti snjall í þeirri iðn. Þeirrar iðju
hans naut Byggðarsafn Yestmanna-
eyja í ríkum mæli með því að hann
gaf safninu allt filmusafn sitt fyrir
nokkrum árum. Sú markverða og
mikla gjöf, sem skiptir þúsundum
filma, mun reynast mikill fengur á
vissu sviði í mennigar- og fræðslu-
lífi Eyjabúa, og þá ekki sízt sögu-
legt verðmæti, þá tímar líða.
Síðustu Iífsár sín hér í Eyjum
átti Jóhann Stígur við vanheilsu að
húa. Þó innti hann skyldustörf sín
af hendi eftir því sem kraftarnir
framast leyfðu. Síðustu árin vann
hann í hópi þeirra manna, sem leit-
ast við að halda hænum okkar hrein-
um. Svo vel hefur þeim tekizt þau
verk, að orð er á haft utan kaup-
staðarins. Heill sé þeim í því mikil-
væga menningarstarfi.
Jóhann Stígur og Kristín Guð-
mundsdóttir eignuðust þrjú börn,
son og tvær dætur. Sigurgeir sonur
þeirra (fæddur 14. maí 1927) er
búsettur hér í bæ eins og kunnugt er,
matreiðslukennari við matsveina-
námskeið S j ómannaskólans hér í
kaupstaðnum, kvæntur Sigríði Guð-
mundsdóttur.
Ásdís Jóhannsdóttir er búsett á
Akureyri, gift Vigni Jónassyni skrif-
stofumanni þar. Hún er fædd 27. maí
1933.
Fríða Dóra er yngsta barn þeirra
hjóna, fædd 18. marz 1939, og er
búsett hér í hænum, gift Gunnlaugi
Axelssyni forstjóra í Vélsmiðjunni
Völundi.
Jóhann Stígur lézt 17. ágúst 1970.
Góður er hver genginn, stendur
þar, og ekki sízt, ef þeir hafa reynzt
hinir mætustu menn í lifanda lífi.
Þ. Þ. V.
Afmælisvísa
Austfirzkur góðkunningi og nágranni minntist 50 ára afmælis síns. Þessa
vísu fékk hann í skeyti:
Fimmtugur ertu, vaski vin,
vinni þér allt í haginn.
Austfirðinga kappakyn
kemur glöggt á daginn.
Þ.
40
BLIK