Blik - 01.06.1972, Qupperneq 22
upp á grös. Hvað svo við tekur, veit
ég ekki, en hygg þó að Forberg sím-
stjóri hafi samið við viðkomandi
hreppsnefndir um flutning úr því.
Ef mögulegt reynist, verður byrjað
að flytja þá héðan strax í nótt, og
gjöri ég ráð fyrir að það verði alls
einir 5 flotar.
Ég bið þig auðvitað að gjöra
þetta við svo litlum kostnaði, sem
mögulegt er. Hér á í hlut almenn-
ingur og verður því ekki síður þess
vegna að halda vel og sparlega á, og
treysti ég þér til hins hezta í því
efni.
Virðingarfyllst.
Gísli J. Johnsen.“
Alls höfðu þá 35 menn óskað þess
að fá síma í hús sín í Vestmannaeyj-
um og æsktu 18 eftir símaáhöldum
hangandi á vegg en 17 vildu fá tæki,
sem stæðu á borði.
I samvinnu við landsímastjórann
var j afnframt unnið að því að komið
yrði á stofn í Vestmannaeyjum „sím-
ritandi veðurathugunarstö(5“. I hréfi
frá landsímastj óra voru sett fram á-
kveðin skilyrði fyrir því, að þessi
stöð yrði stofnsett í Vestmanna-
eyjum. í bréfi Landsímastj óra varð-
andi þessa veðurfregnastöð eru tekin
fram nokkur atriði, sem eru skilyrði
hans fyrir því, að þessu velferðar-
máli útvegsins og sjómannastéttar-
innar í kauptúninu sérstaklega verði
sinnt að svo stöddu. Skilyrði Lands-
símans og Stóra norræna ritsímafé-
lagsins voru þau, að símstöðvarstjór-
inn í Vestmannaeyjum fái í sinn hlut
óskiptar þær kr. 300,00, sem Lands-
síminn hefur til umráða til greiðslu
fyrir þessa þjónustu. Skal þá sím-
stöðvarstj órinn í Vestmannaeyjum
senda veðurskeytin á morgnana og
taka á móti veðurfregnum „frá hin-
um símritandi veðurathugunarstöðv-
um innanlands og frá Þórshöfn í
Færeyjum“, eins og það er orðað í
gildri heimild.
Hinn 29. ágúst eða á sjálfan höfuð-
daginn komu til Eyja 2 eða 3 tækni-
fræðingar frá Landssímastjórninni
með tæki og tól til þess að koma á
talsímasambandinu á milli Eyja og
Reykjavíkur og svo allrar lands-
byggðarinnar.
Hinn 6. september (1911) átti sér
stað fyrsta símasambandið milli Eyja
og Reykjavíkur. Það gerðist af Eið-
inu, hinu gamla og kunna Þrælaeiði.
Hinn 8. sama mánaðar var ritsím-
inn tekinn í notkun og „símskeyti
dynja að hvaðanæfa“, segir í merkri
samtímaheimild.
Síminn var lagður á staurum frá
Eiðinu vestur fyrir Botninn og aust-
ur í Boston, gömlu brauðsölubúðina,
sem varð fyrsta símstöðin í Eyjum.
Þetta var lítið hús, sem rifið var
fyrir fáum árum. Það stóð rétt austan
við verzlunarhús Verzlunarfélagsins
gamla, þ. e. rétt austan við Njarðar-
stíg 4, efst við Formannasund, sem
nú heitir Formannabraut, síðan sund
þetta var breikkað og mótað á nú-
tíðarvísu eins og vegur eða braut,
sem síðan var malbikuð. Boston var
gamalt brauðsöluhús, sem Gísli
kaupmaður Stefánsson frá Hlíðarhúsi
20
BLIK