Blik - 01.06.1972, Síða 185
41. Blýsakka, teinlaus með for-
sendum, taumi og öngli, sem smíð-
aður var hér í Eyjum (Guðmundur
járnsmiður Ogmundsson í Borg í
Stakkagerðistúni smíðaði).
42/ Blýsakka með hálfteini (hálf-
ás). A fyrsta tugi aldarinnar var það
orðið algengt að setja tein (ás) á
sökkuna til þess að öngultaumurinn
yndist síður upp á færið, þegar því
var rennt.
43. Blýsakka með heilteini (heil-
ás). Hún var almennt tekin hér í
notkun um 1915. Fyrirmyrid mun frá
Færeyingum. í örum fiski drógust
þannig tveir fiskar í einu.
44. Blýsakka með heiltein. Þetta
er sakkan af síðasta handfæri hins
kunna formanns og fiskimanns hér í
Eyjum, Magnúsar hónda Guðmunds-
sonar á Vesturhúsum.
45. Blýsakka, frönsk í sniði. Þessa
sökku átti Halldór héraðslæknir
Gunnlaugsson og læknir Franska
spítalans í Vestmannaeyjum frá
1906—1924 (dánardægurs). Fransk-
ir sjómenn gáfu honum sökku þessa.
Gefendur: Börn læknishjónanna.
46. Blýsakka, stór og þung (ledda)
með holu í neðri enda. Hún var not-
uð til þess að rannsaka sjávarbotn.
Þorsteinn Jónsson, útvegsbóndi og
skipstjóri í Laufási, gaf Byggðarsafn-
inu gripinn, sem hann notaði sjálfur
við sjávarbotnsrannsóknir á miðum
Eyjamanna um margra ára skeið.
47. Botnvörpulíkan. Líkan þetta
af venjulegri hotnvörpu gerði Krist-
leifur heitinn Magnússon, netjagerð-
armeistari, og er þetta sveinsstykkið
haps í iðngrein þessari.
, 48. Dorgir tvcer, líklega af erlendri
gérð, ætlaðar til smokkfiskveiða.
Tuttugu krókar' steyptir í eitt og sama
blýið. Blýið síðan málað rautt. Gef-
andi: Friðrik skipstjóri Ásmundsson,
sonarsonur Friðriks útgerðarmanns
Sviþmundssonar á Löndum og k. h.
Elínar Þorsteinsdóttur frá Dyrhólum.
49. Dorg, þrír önglar festir saman
og síðan vafðir með rauðu klæði og
festir við sigurnagla. Líklega notaðir
við smokkfiskveiðar. Innlend smokk-
fiska- eða kolkrabhadorg?
50. Dragnótarkefli frá fyrstu ár-
um dragnótarinnar hér í hæ eða um
og eftir 1920. Gefendur: Friðrik Ás-
mundsson og Ragnar Eyjólfsson,
skipstjórar hér í kaupstaðnum.
51. Dragnótarlíkan. Sveinsstykki
Erlends Stefánssonar, netjagerðar-
meistara, Vallargötu 6.
52. Dregg alsett kalkhulstrum eftir
sj ávarstorma. Hún hefur auðsýnilega
legið lengi í sjó. Á Suðurlandi munu
dreggjar mjög oft hafa verið notaðar
við endaból á línu Á Austurlandi var
algengt að nota þær til að halda
kyrrum síldarnetum, sem lögð voru
út frá ströndinni, með landtógi svo
kölluðu. Dreggjar voru þá notaðar
við ytri enda netjanna. Þessi dregg
kom upp í dragnót.
53. Dregg, línudregg frá útgerð
Ársæls Sveinssonar útvegshónda á
Fögrubrekku.
54. Drykkjarkútur (hlöndukútur).
Kút þennan átti Sigurður Vigfússon
(Siggi Fúsa) tómthúsmaður og sjó-
BLIK
183