Blik - 01.06.1972, Page 99
misréttisins og kúgunarinnar í bæj-
arfélaginu en ég, og þó var mér
stundum heitt í hamsi.
Og nú vil ég minnast hér sérstak-
lega vorsins 1939 og þeirra tveggja
daga, sem hann vann þá hjá mér
við áburöarakstur og dreifingu á
Háagarðstúnið. Við hófum starfið
daginn eftir að ég sleit Gagnfræða-
skólanum. Eg hafði nokkrum dögum
áður undirbúið þetta starf: þynnt út
áburðinn í safnþrónni og hrært hann
upp að nokkru leyti. Þarna var í
þrónni áburður undan þrem kúm og
svo töluvert meira af ýmsum mætum
áburðarefnum.
Vinnubrögð okkar voru frumstæð
og þó ekki öðruvísi en almennt gerð-
ust á þeim tímum, þó að ýmsir bænd-
ur í Eyjum og aðrir mjólkurfram-
leiðendur og túnræktarmenn hefðu
áburðardælur á safnþróm sínum. Að
þeim framförum í tækni og tökum
vann Búnaðarfélag Vestmannaeyja
frá fyrstu tíð þess (1924). En við
Sigurður fórum öðruvísi að. Hann
jós áburðarleginum upp í forarvagn-
inn með fötu á skafti, ók honum til
mín á túnið og lét hann renna í ker-
ald. Ur því dreifði ég áburðarlegin-
um með fötu á túnið, þvoði út á
túnið, eins og það var kallað á mín-
um æskuslóðum. — Einnig ók Sig-
urður áburði í stóran kartöflugarð,
sem við áttum og rófugarð og svo
matjurtareit, þar sem við ræktuðum
gulrætur, kál og fleira grænmeti. Af
þessari ræktun allri höfðum við mik-
inn stuðning öll búskaparárin okkar,
sem jafnframt voru kreppuár, að
minnsta kosti þar til styrjöldin
brauzt út (1939). Við þessi ræktun-
arstörf naut ég þess auðvitað, að ég
var búfræðingur. Og svo hafði ég
þar að auki unnið á norskum bænda-
býlum á æskuskeiði mínu. — Já,
þeirrar þekkingar á margháttaðri
ræktun, sem ég hafði þannig aflað
mér, nutum við hjónin nú í harðri
lífsbaráttu.
Snemma morguns var forarstamp-
urinn kominn á sinn stað efst á Háa-
garðstúninu.
Veðrið var dásamlegt, logn og sól-
skin, og allt lék í lyndi fyrir okkur.
Og svo kom Sigurður á tilskyldum
tíma með hestinn og forarvagninn.
Hann var reifur og glaður í bragði,
— einn þeirra mörgu manna, sem ó-
gjarnan láta fátæktina og baslið
smækka sig um of. Við unnum af
kappi og verkið gekk vel. Við vorum
báðir í essinu okkar í blíðviðrinu, —
já, vissulega.
Og kaffið drukkum við saman
úti á túninu, dagmálakaffið, þó að í
seinna lagi væri. Hvorki var það
sparað né meðlætið, enda báðir
hraustir menn þá og vinnuþj arkar,
þó að ég segi sjálfur frá. Og báðir
vissum við vel, svona með sjálfum
okkur, hverjir við vorum, ég og
hann Sigurður minn Þorleifsson.
Þegar við höfðum drukkið kaffið
og gert ýmislegt að gamni okkar um
menn og málefni, tók ég allt í einu
eftir því, að upp úr brj óstvasa á sam-
festingi Sigurðar stóð blaðsnepill.
Ég varð forvitinn. Jú, þetta reyndist
vera Eyjablaðið, og dagsett 24. marz
BLIK 7
97