Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 92
skólagjaldið hafi verið á milli 10 og
15 krónur á nemanda hvern fyrir
allan veturinn. Alykta ég þá eftir
því skólagjaldi, er afráðið var, er
föstum barnaskóla var komið á í
Eyjum árið 1880.
Ef til vill hefur barnakennarinn
fengið einhver matvæli að auki við
skólagjaldið eða fengið það allt greitt
með matvælum. Ekki kom til mála,
að allur þorri Eyjabúa hefði efni á
að greiða þetta skólagjald, svo að
börn þeirra og unglingar fengju not-
ið kennslunnar hjá Páli Pálssyni.
Séra Brynjólfur Jónsson tekur það
benilínis fram í kirkjubókinni, hvaða
börn, sem komin voru að fermingu,
njóti kennslu í barnaskóla Páls. 011
eru þau börn hinna efnaðri heimilis-
feðra. Prestur nefnir tvö börn Jes
Thomsen verzlunarstjóra Miðbúðar-
innar, þá Nicolai og Jóhann, dóttur
hreppstjórahjónanna í Stakkagerði,
Jóhönnu Árnadóttur Diðrikssonar,
þrjú börn hjónanna á Vilborgarstöð-
um, Árna meðhjálpara Einarssonar
og Guðfinnu Jónsdóttur, þau Þórdísi,
Lárus og Kristmund. Þá gekk í skól-
ann Margrét Þorsteinsdóttir héraðs-
læknis Jónssonar og Sigríður Ingi-
mundardóttir bónda og útgerðar-
manns á Gjábakka.
Prestur tekur ekki fram um skóla-
göngu hinna yngri barna til Páls
kennara. Þetta álykta ég út frá Gísla
Lárussyni á Búastöðum, síðar hin-
um kunnasta borgara hér í bæ. Hann
tjáði mér eitt sinn, er við tókum að
kynnast og ræða sögulega viðburði
hér í byggð, að hann hefði notið
kennslu þennan vetur hjá Páli Páls-
syni. En hann var 9 ára um haustið
1874 (f. 1865), er hann tók að læra
hjá honum skrift og reikning. Svo
mun hafa verið um fleiri af hinum
yngri börnum hinna efnaðri borg-
ara.
Þegar Páll hafði lokið barna-
kennslunni í Eyjum vorið 1875, flutt-
ist hann austur til frænda sinna og
vina í Skaftafellssýslu. Um sumarið
hittust þeir svo aftur, ferðafélagarnir,
jökulfararnir, og fastréðu ferð sína
yfir jökulinn á ný. Mr. Watts fól
Páli að útvega hesta og samferða-
menn, hjálparmenn á jökulferðinni.
Lesa má af frásögn Mr. Watts af
ferð þessari, að ókleift hefði honum
reynzt að efna til þessarar ferðar og
sigrast á öllum þeim erfiðleikum, er
mættu þeim á ferðalaginu, án rösk-
leika Páls kennara, dugnaðar hans
og fyrirhyggju.
Ferð þessi norður yfir Vatnajökul
varð allsöguleg og skrifaði Mr.
Watts um hana og Islandsferðir sín-
ar heila bók, sem kom út í íslenzkri
þýðingu fyrir fáum árum. (Jón Ey-
þórsson, veðurfræðingur þýddi bók-
ina).
Til Reykjavíkur komu þeir aftur
úr jökulferð sinni hinni síðari, sein-
ast í ágúst (1875). Blaðið Þjóðólfur
segir frá komu þeirra félaga suður
2. september með þessum orðum:
„Mr. Wats og félagi hans Páll Pálsson
eru komnir að norðan og ætla utan
með póstskipinu.“ Þannig voru þeir
Mr. Watts, sem kostaði jökulförina,
og Páll kennari, nefndir í sama orð-
90
BLIK