Blik - 01.06.1972, Side 123
verður býsna stutt í mörgum félags-
skapnum hjá okkur, og hin gagn-
merkustu félög með göfugan og
mannbætandi tilgang á stefnuskrá
sinni líða undir lok löngu fyrr en
ætla mætti, — gefa upp andann,
hætta að vera til.
Lengi olli það mér nokkrum
vangaveltum, svona í kyrrþey, hvað
héldi í raUninni svo lengi lífi í
Lúðrasveit Vestmannaeyja hinni
fjórðu og síðustu, því að ég hef lengi
vitað nokkur deili á æviferli fyrri
lúðrasveita í kaupstaðnum.
Þegar örlög þeirra eru hugleidd,
hefur okkur jafnan verið það ráð-
gáta, hvað hefur haldið lífi í Lúðra-
sveit Vestmannaeyja, hinni fjórðu,
nú í meira en þrjá áratugi.
I fyrsta lagi kemur þar til greina
hin einhuga og einlæga samstaða
hljómsveitarstjórans Oddgeirs Krist-
jánssonar og formanns lúðrasveitar-
innar nær þrjá tugi ára, Hreggviðs
Jónssonar, og svo allra hinna fyrstu
stofnenda, félaga þeirra um árabil.
Þeir skipulögðu alla starfsemi
lúðrasveitarinnar á alveg sérstæðan
hátt. Sumarferðalög voru t. d. fastur
liður í starfseminni og tilveru hóps-
ins. Þá voru oftast lúðrarnir hafðir
með, og gert var hið ítrasta til að fá
sem léttastan blæ yfir ferðalögin.
Það kom mikið af sjálfu sér, þar sem
forustuliðið var kátt, spaugsamt og
skemmtið og gáskakarlar innan um
og saman við. Endurminningar eftir
ferðalögin voru hlýjar, léttar og lifðu
í sálarlífinu.
Þá voru ýmsir þættir í starfsem-
inni, sem gerðu kröfur til félagspilt-
anna og höfðu í för með sér ábyrgð
gagnvart félagsskapnum, lúðrasveit-
inni. Margir fengu hlutverk til að
inna af hendi utan við allan blástur-
inn. Þau hlutverk miðuðu fram til
heilla starfinu í heild. Þarna var
starfandi sumarferðanefnd, sem hafði
mikilvægu hlutverki að gegna;
skemmtinefnd til öflunar fjár handa
samtökunum; afmælisnefnd, sem
hafa þurfti fyrirhyggju um margt
varðandi árlegt afmælishald, svo að
sómi yrði að fyrir félagsskapinn. Þá
voru vissir trúnaðarmenn kjörnir til
þess að annast öll áhöld lúðrasveitar-
innar. Þegar lúðrasveitin lék úti fyrir
almenning, þá þurfti að undirbúa þá
þjónustu í þágu almennings. Þar
þurfti líka árvekni til. Sérstakir trún-
aðarmenn voru kjörnir til þess að
annast það starf frá ári til árs. Fleira
kom til.
Þannig var leitast við að haga
starfinu á þá lund og með því skipu-
lagi, að sem allra fæstir yrðu dauðu
hlekkirnir í félagsfestinni.
En þó er vissulega ónefnd enn sú
kenndin, sem ávallt hefur búið með
hljómlistarfólki þessu og orkað hefur
mjög á það til samheldni, kenndin
sú, að vera þátttakandi í mikilsverðu
menningarstarfi í þágu byggðarlags-
ins, starfi, sem félagarnir fundu, að
Eyjabúar voru í heild þakklátir fyrir,
mátu, virtu og nutu.
Árið 1940 afréð Lúðrasveit Vest-
mannaeyja kaup á sérstökum húfum
handa félögum sínum til nota, þegar
BLIK
121