Blik - 01.06.1972, Side 160
Rétt er ací geta þess strax, að á
uppvaxtarárum hennar í Dalseli
bjuggu á Borgareyrum þarna skammt
fyrir sunnan á Hólmabæjasvæðinu
vestan við Markarfljótið, hjónin Jón
bóndi Sveinsson og Olöf Þórðardótt-
ir. Þau hjón áttu a. m. k. þrjú börn,
dóttur og tvo sonu. Eitt þeirra kem-
ur hér við sögu, yngri bróðirinn,
Þórður, fæddur 1846, og þannig 5
árum eldri en Guðrún heimasæta í
Dalseli.
Þessi bóndahjón á Borgareyrum
fluttu af jörðinni um þetta leyti
(1868) og fengu ábúð á Syðri-Rot-
um, sem er einn af svokölluðum
Sandhólmabæjum austan við Mark-
arflj ót.
Það mun hafa verið árið 1869, sem
Guðríður Ólafsdóttir húsfreyja í Dal-
seli missti Magnús bónda sinn. Þá
var Guðrún dóttir hennar 18 ára
gömul.
Eftir lát Magnúsar bónda Þórodds-
sonar bjó ekkjan í Dalseli tvö næstu
árin. En 1871 kvæntist Þóroddur son-
ur hennar heimasætunni á Stóru-
Tjörnum, Kristínu Loftsdóttur, eins
og að framan getur. Hófu þau þá
búskap á jörðinni. Samt dvöldust
systkini hans heima í Dalseli og unnu
þar móður sinni og svo ungu hjón-
unum.
Snemma hafði vaknað með Guð-
rúnu heimasætu í Dalseli löngun til
að nema ljósmóðurfræði.
Samkvæmt landslögum bar land-
lækni að annast fræðslu log alla
kennslu ljósmæðra í landinu, veita
þeim bóklega fræðslu og koma þeim
til Ijósmæðra, þar sem þær lærðu
verkleg tök og umhirðu sængur-
kvenna. Hið verklega námið önnuð-
ust t. d. starfandi ljósmæður í
Reykjavík og nágrenni.
Veturinn 1869—1870 mun Guð-
rún í Dalseli hafa dvalizt í Reykjavík
undir handarjaðri Jóns landlæknis
Hjaltalíns og numið bóklega ljós-
móðurfræði hjá honum ásamt dálitl-
um hópi annarra ljósmæðraefna. Lík-
indi eru til þess, að verklegt nám í
greininni, ef svo mætti orða það, hafi
Guðrún hlotið hjá Þorbjörgu Sveins-
dóttur, hinni þjóðkunnu ljósmóður
í Holti við Skólavörðustíg, lært af
henni rétt handtök og hirðingu sæng-
urkvenna.
Frá blárri bernsku hafði Þórður
Jónsson á Borgareyrum verið snort-
inn af nágrannastúlkunni, heimasæt-
unni í Dalseli. Hann hafði heldur
aldrei verið henni ógeðfelldur. For-
eldrar Þórðar Jónssonar, Jón bóndi
Sveinsson og Olöf Þórðardóttir, sem
nú voru flutt að Syðri-Rotum, voru
tekin að eldast og þreytast á búskapn-
um, sérstaklega hún, sem komin var
á sjötugsaldur. Þórður sonur þeirra
herti því upp hugann og bað Guð-
rúnar heimasætu í Dalseli, hinnar
lærðu ljósmóður á Hólmabæjunum.
Þau felldu hugi saman, svo að heit
spruttu af.
Vorið 1872 fluttist Guðrún ljós-
móðir til unnusta síns að Syðri-Rot-
um. Þar bar samlíf þeirra hjóna-
efnanna brátt ávöxt. Arið eftir, eða
hinn 12. júní 1873, gaf prestur þau
saman. Þá var brúðurin komin langt
158
BLIK