Blik - 01.06.1972, Síða 178
Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja
með nokkrum sögulegum skýringum
„Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt,
en lyft upp í framför, hafið og prýtt.
Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skaf byggja,
án fiæðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.“
Svo kvað Einar skáld Benediktsson
við aldamótin síðustu, er hann hug-
leiddi sögu íslenzku þjóðarinnar og
liðnar aldir frá Landnámstíð.
Byggðasöfnin víðsvegar úti um
landið eru talin markverðar menn-
ingarstofnanir. Og hversvegna? —
Sjón er sögu ríkari. Þau veita okkur
haldgóða sögulega fræðslu. Þau
skapa okkur aukin skilyrði til að
hyggja að liðinni tíð, skilja lífsbar-
áttu þjóðarinnar og sögu. En sú
fræðsla og sá skilningur er grund-
völlur þjóðlegrar menningar.
Hin sögulega skýring mín hér í
minjaskránni á hinum ýmsu og marg-
víslegu munum í Byggðarsafni Vest-
mannaeyja er svo stutt og knöpp, sem
frekast verður komizt af með. Ym-
issa hluta vegna er það svo.
Minjaskráin á jafnframt að vera
eilítið minnisblað um marga þá menn
og konur hér í byggðarlaginu, sem
skapað hafa því söguna, átt hafa grip-
ina og lifað hafa hér lífinu í samfé-
lagi við þá, ef svo mætti orða það.
Nöfn þessa mæta fólks verða því
nefnd eftir þvi sem efni standa til,
ástæður gefa tilefni til um eignarrétt
á hlutunum og notkun.
Sjálfsagt er að viðurkenna það, að
mig brestur oft kunnugleika eða
þekkingu til að skilgreina fyrrver-
andi eigendur margra minj agripanna
og notkun þeirra, svo að hvergi
skeiki. Þó vona ég, að skrá þessi geti
orðið nokkur leiðarvísir ungum,
öldnum og óbornum.
Minjaskráin er miðuð við áramót-
in 1971/1972, og eru þá knöpp 40
ár liðin, síðan fyrstu munirnir í safn-
inu voru lagðir til hliðar til varð-
veizlu.
Munirnir í skránni eru dregnir í
dilka, flokkaðir eftir atvinnuvegum,
notagildi þeirra í atvinnulífinu, lífs-
baráttunni, eða þá á heimilum í dag-
legu lífi fólksins.
Mununum er raðað eftir stafrófs-
röð í skrána og þá miðað við upp-
hafsstaf í heiti því, sem var og er í
mæltu máli fólksins hér í Vestmanna-
eyjabyggð.
Hver hlutur í Byggðarsafninu er
tölusettur. Sama númer er á hverjum
hlut í skránni.
176
BLIK