Blik - 01.06.1972, Síða 189
brekku. Fengur er Byggðarsafninu að
eiga þénan hlut til minja um atorku
frú Guðrúnar á Sveinsstöðum. Gjöf
frá sonarsonum hennar til Byggðar-
safnsins.
‘ ' • v'f5 *'* ‘* •'«■. • - •
65. Fœrarúlla. Að öllum líkindum
er þetta fyrsta fasrarúllan, sem hing-
gð var keypt til þess að nota við
nælon-handfæri.
Emil skipstjóri Andersen gaf hana
Byggðarsafninu.
66. Gervifishur. Þetta tæki á upp-
runa sinn í Noregi. Af Norðmönnum
höfum við lært að nota það eins og
svo margt annað, sem lýtur að síld-
veiðum. Á norsku máli heitir tæki
þetta skjelma (af nafnorðinu skjelm,
þ. e. hrekkjalómur; gárungi). Þegar
snurpað hafði verið og hin að-
þrengda síldartorfa leitaði á munna
nótarinnar, var gervifiski þessum
stungið niður í sjóinn við nótar-
munnann til þess að fæla síldína frá
opinu, svo að hún tapaðist ekki út
um það. Þessi gervifiskur er frá síld-
arútvegi Ársæls heitins Sveinssonar
á Fögrubrekku (nr. 68 við Vest-
mannabraut).
67. Gervifiskur frá síldarútvegi
Gunnars Ólafssonar og Co. (Tanga-
hátuiium).
68. Gildingarhlunnur (gilding, þ.
e. áfella). Þetta er hlunnur smíðaður
úr hörðu tré með hvalbeinsáfellu.
Helzt voru þessir hlunnar hér notaðir
við smærri fleytur, svo sem julin,
þ. e. fjórrónu bátana. Gefandi: Gunn-
ar Marel Jónsson, skipasmíðameist-
ari.
69. Goggur, krókur á löngu skafti.
Goggar meS löngu og stuttu skafti.
minnsti goggurinn er úrgreiSslu-
goggur (Sjá nr. 234).
Notaður til að krækja í fisk, sem
flaut af línu við hyrðing, þegar á
drætti stóð;
70. Handfœraöngull, hvippulaus,
íslenzkur. Þennan öngul smlðaði
Guðmundur smiður Ogmundsson í
Borg.
71. Handfœraöngull, hvippaður.
íslenzk smíði (G. Ö.).
72. Handfœraöngull með sigur-
nagla en „síldarláus<íi
72. Handfœraöngull, stór, hvippu-
laus. Þessir stóru handfæraönglar
voru kallaðir hneifar. Þær voru helzt
notaðar á færin, þegar dreginn var
sílfiskur „undir Sandi“.
74. Handfœri, fullgert, eins og þau
gerðust upprunalega, eftir að tekið
var að nota hlýsökkur í stað vað-
steina. Sakkan er með forsendum í
háðum augum hennar, og svo er
BLIK
187