Blik - 01.06.1972, Qupperneq 201
og á nálin að hafa verið merkt skip-
inu með stafnum E.
171. Seilarnál, ómerkt. Ekkert um
hana vitað.
172. Seilarnál, ómerkt. Engin deili
vitum við á seilarnál þessari.
173. Seilarnál, merkt XVIII (róm-
versku tölunni 18). Olafur Magnús-
son, bátsmaður og formaður í Lon-
don við Miðstræti (nr. 3), á að hafa
átt þessa nál og notað hana í for-
mannstíð sinni á áraskipinu Dreka.
Rétt er það, að 0 er 18. stafur staf-
rófsins, ef breiðu sérhljóðin eru
talin með, en é-inu þó sleppt.
174. Seilarnál, óvenjulöng seilar-
nál úr járni. Notuð við að kippa upp
þorskhausa. Þessa nál átti Ágúst
Gíslason frá Hlíðarhúsi, útgerðar-
maður í Valhöll, tengdasonur Þor-
steins læknis Jónssonar.
175. Seilarnál, merkt E. J. og
XXV. Seilarnál þessa gaf Einar heit-
inn Jóelsson frá Sælundi Byggðar-
safninu. Stafirnir hans eru skornir
út á nálina, og svo tákntala fyrir upp-
hafsstaf hennar, sem hann unni, þ. e.
25. stafur stafrófsins, sem er Þ, þegar
öllum breiðu hljóðstöfunum er sleppt.
Þetta atriði lét Einar heitinn mig
skrá með seilarnálinni. Annars var
nálin gömul, þegar hann eignaðist
hana.
176. Seilarnál, mjög lítil úr beini
með „seilaról“ til þess gerð að kippa
upp þorskhausa eða smáfisk á klakk.
Nálin er merkt Á. J., þ. e. Árni Jóns-
son, útgerðarmaður í Görðum.
177. Seilamál, merkt IIII. Enginn
deili vitum við á seilarnál þessari.
178. Seilarnál, merkt I M.
179. Seilarnál, merkt I. D.
180. Seilarná\, merki afmáð. Auð-
sjáanlega mjög gömul og slitin.
Síðustu þrjár seilarnálarnar eru
sagðar vera úr „dánarbúi“ Jóns
bónda og formanns Brandssonar frá
Hallgeirsey og háseta hans, en þeir
drukknuðu á álnum milli lands og
Eyja 25. marzmánaðar 1893. Skips-
höfnin bjó í Stíghúsi við Njarðar-
stíg og þar framkvæmdu hreppstjór-
arnir í Eyjum, Lárus Jónsson og Jón
Jónsson, uppskrift á eftirlátnum
munum þeirra Landeyinganna, mið-
vikudaginn 29. marz (1893). Þar
fundust meðal margra annarra muna
til útgerðar 15 seilar. Þær munu
hafa dreifzt um verstöðina og eign-
aðist merkur Vestmannaeyingur
þrjár þeirra. Þær eru þessar, sem
síðast voru taldar. Sonur hins merka
Eyjabúa afhenti Byggðarsafninu nál-
arnar með þagnarskyldu.
181. Seilarnál, merkt E K.
182. Seilarnál, merkt XXV.
183. Seilarnál, merkt XI VIII.
Ekki veit ég deili á því, hver hefur
átt þessar þrjár seilarnálar, sem hér
eru skráðar.
184. Seilarnál, merkt VII.
Þessa seilarnál átti hinn kunni sjó-
maður hér um langt árabil, Guð-
mundur Ogmundsson í Bataviu, faðir
Friðriks frá Batavíu.
185. Senditœki (sendistöð), inn-
lend smíði. Þessar sendistöðvar
framleiddi kunnur loftskeytamaður
á sínum tíma í Reykjavík. Þær voru
notaðar hér um eitt skeið í nokkrum
BLIK
199