Blik - 01.06.1972, Síða 33
Starfsmenn Beinamjölsverksmiðjunnar árið 1934. Fremri röð frá v.: 1. Ólafur Magnússon,
2. Magnús Eyjólfsson, 3. Halldór Magnússon, 4. Sigmundur Einarsson, 5. Eyvindur Sig-
urðsson, 6. Bjarni Guðmundsson. Miðróð frá v.: 1. Gísli Guðmundsson, 2. Bjarni Hósías-
son, 3. Þórarinn Magnússon, 4. Björn Magnússon, 5. Karl Pétursson, 6. Friðrik Jónsson.
Ajtasta röð frá v.: 1. Sigursteinn Ivarsson, 2. Magnús Björnsson, 3. Agúst frá Snotru,
4. Jón Jónsson frá Brautarholti.
var að fikra sig upp eftir og standa
í. Þetta sumar (1925) var einnig
önnur breyting gjörð í verksmiðj-
unni. Byggt var ofan á verksmiðju-
húsið um miðjuna, veggir hækkaðir
sem næst um 4 metra og svo sett þar
ris á. Þar fékkst þannig mikið gólf-
rými, sem mikil þörf var fyrir.
Vegna þess að endurbæturnar,
sem gjöra átti á ýmsum vélum verk-
smiðjunnar haustið 1924, komu að
engu gagni, afréð eigandinn að
gjöra samning við þýzkt félag um
endurbætur á fyrirtæki þessu. Skyldi
þýzka félagið setja í verksmiðjuna
vélar af nýjustu gerð þess tíma. Um
haustið var hafizt handa um undir-
búning að framkvæmdum þessum.
Grafið var fyrir nýjum undirstöðum
og þær steyptar. Var það allt mikið
verk, sérstaklega við undirstöður
nýja ofnsins, sem kaupa skyldi í
verksmiðjuna. I byrjun ársins 1926
tóku vélarnar að flytjast til Eyja.
Þá þegar var farið að ganga frá
þeim. Með vélunum kom þýzkur
maður, og sá hann um alla uppsetn-
ingu þeirra. Einnig réðst þá til verk-
smiðjunnar ungur íslendingur, sem
var útlærður vélfræðingur. Sá hét
Þórður Runólfsson, kunnur ágætis-
maður og samvinnuþýður. Vel kom
BLIK
31