Blik - 01.06.1972, Qupperneq 61
gerS fara fram nú, en felur skóla-
nefnd að láta gjöra það, sem alveg
nauðsynlegt er að skólanum nú.
Hinsvegar felur bæjarstjórnin odd-
vita að láta gera áætlun um kostnað
við fullkomna aðgerð skólans, þar í
talið bygging leiksvæðis við skólann
og leikfimihús.
Jafnframt því að tjá yður, herra
gjaldkeri, þetta, skal tekið fram, að
skólanefndinni er heimilt að láta
hyggja hinn umrædda forskála nú
^egar' Karl Einarsson
Til formanns skólanefndarinnar í
Vestmannaeyjum, herra gjaldkera
Arna Filippussonar, Asgarði, Vest-
mannaeyjum.“
Sparisjóður Vestmannaeyja (stofn-
aður 1893) hafði lánað til skóla-
byggingarinnar kr. 60.000,00, eftir
því sem næst verður komizt samkv.
handbærum heimildum.
Fyrsta starfsár Páls Bjarnasonar
reyndist allur kostnaður við rekstur
barnaskólans, greiddur úr bæjar-
sjóði, kr. 42.898,33. En ríkissjóður
greiddi þjj af föstum launum kennslu-
kraftanna og svo aldurshækkun og
dýrtíðaruppbót.
Til fróðleiks birti ég hér afrit af
bréfi frá Stjórnarráði Islands til rík-
isféhirðis varðandi kaupgreiðslur til
kennara barnaskóla Vestmannaeyja
úr ríkissj óði árið 1920.
„Stjórnarráð Islands.
Reykjavík, 15. apríl 1920.
Stjórnarráðið hefur í dag skrifað
ríkisféhirði á þessa leið:
BLIK
„Hér með tilkynnist yður, herra
ríkisféhirðir, að frá og með 1. jan.
þ. á. ber ríkisféhirði samkvæmt lög-
um nr. 75, 28. nóv. 1919, um skipun
barnakennara og laun þeirra, að
greiða eftirgreindum kennurum við
barnaskólann í Vestmannaeyjum laun
þau og dýrtíðaruppbót, er hér grein-
ir:
1. Birni H. Jónssyni:
a. Ya launa kr. 666,67
b. aldurshækkun — 200,00
c. dýrtíðaruppbót — 2640,00
kr. 3506,67
2. Eiríki Hjálmarssyni: a. Ys launa kr. 500,00
b. aldurshækkun — 1000,00
c. dýrtíðaruppbót — 3000,00
kr. 4500,00
3. Ágúst Árnasyni: a. Ys launa kr. 500,00
b. aldurshækkun — 600,00
c. dvrtíðaruppbót — 2520,00
kr. 3620,00
4. Jónínu Þórhallsdóttur: a. Y3 launa kr. 500,00
b. aldurshækkun — 200,00
c. dýrtíðaruppbót — 2040,00
kr. 2740,00
5. Dýrfinnu Gunnarsdóttur:
a. % launa kr. 500,00
b. dýrtíðaruppbót — 1800,00
kr. 2300,00
6. Sigurbirni Sveinssyni: a. Ys launa kr. 500,00
b. aldurshækkun — 200,00
c. dýrtíðaruppbót — 2040,00 kr. 2740,00
59