Blik - 01.06.1972, Síða 180
hreppingar stunduð'u sjó á honum frá
Landeyjasandi, og lágu þeir þá oftast
við í Miðkoti eða á Arnarhóli.
Um 1920 hlaut báturinn fast nafn
— nafnið Farsæll — sökum þess,
hversu farsæll báturinn hafði alltaf
reynzt. Aldrei höfðu slys eða meiðsli
átt sér stað á honum við útgerð hans.
Fengsæll hafði hann jafnan reynzt
og var það alltaf.
Þessir menn voru formenn á Far-
sæl: 1) Einar bóndi í Garðsauka-
hjáleigu í Hvolhreppi. 2) Kristján
bóndi á Árgilsstöðum í Hvolhreppi.
3) ísak bóndi Sigurðsson í Miðkoti.
Isak eignaðist hátinn, þegar Hvol-
hreppingar hættu að nota hann. Síð-
asti eigandi bátsins var Jón bóndi
Tómasson í Hvítanesi. Hann var
tengdasonur ísaks Sigurðssonar.
Jón bóndi fékk sér formann fyrir
bátinn, Einar bónda Gíslason í Vest-
ur-Fíflholtshj áleigu.
Aldrei voru notuð önnur veiðar-
færi á hátnum en handfæri.
Árið 1930 var síðast stundaður
sjór á bátnum, og var Jón bóndi
Tómasson formaður á bátnum síð-
ustu fimm árin, sem hann var notað-
ur.
Bátnum var jafnan vel við haldið,
tjargaður og að honum dyttað á
hverju hausti. Báturinn var bæði
notaður á vetrar- og vorvertíðum.
Stundum var sóttur sjór á honum
suður undir Þrídranga. Bátnum var
oftast lent vestan við Afallsósa.
Byggðarsafnið keypti bátinn, þar
sem hann hvolfdi í Hvítanesi í Land-
eyjum, lét flytja hann á bifreið til
178
Reykjavíkur og svo þaðan með v/b
Skaftfelling til Eyja. Hingað kominn
kostaði báturinn kr. 900,00. Það var
árið 1956. Síðan lét Byggðarsafnið
gera mikið við bátinn, m. a. setja í
hann ný bönd. Smíði þessi átti sér
stað á efsta gangi Gagnfræðaskóla-
byggingarinnar sumarið 1956. Olaf-
ur Eggertsson skipasmíðameistari
framkvæmdi það verk. Síðan var
báturinn geymdur á efsta gangi
Gagnfræðaskólabyggingarinnar í 13
ár, þiljaður þar af innst í ganginum.
Einar J. Gíslason verkstjóri frá Arn-
arhóli hér í Eyjum greiddi fyrir kaup-
um á bátnum handa Byggðarsafninu.
Helgi Benediktsson útgerðarmaður
lét flytja hann til Eyja Byggðarsafn-
inu að kostnaðarlausu. Það gerði
v/s Skaftfellingur, sem þá flutti vörur
milli Reykjavíkur og Eyja.
8. Áttaviti, lítill og „þurr“ í kassa.
Hann var notaður á opnu skipi hér
á fyrstu árum aldarinnar.
9. Atlaviti, ,,þurr“ af venjulegri
stærð,:eins og þeir gerðust, sem not-
aðir voru á fyrstu vélbátunum á ár-
unum 1907—1910. Þeir voru ýmist
festir á lúgu vélarhússins eða lúgu
afturlestar, aftan við vélarrúmið, en
þá voru engin stýrishús á vélbátun-
um.
10. Attaviti með vökva. Þennan
áttavita átti Jón Stefánsson í Mandal
(Njarðarstræti 18) og notaði hann á
trillubátnum Nóa, sem hann gerði út.
Frú Bergþóra Jóhannsdóttir, ekkja J.
St.,. gaf Byggðarsafninu áttavitann.
11; Attaviti, vökvaáttaviti. Þennan
áttavita átti fyrst Sigurður útgerðar-
BLIK