Blik - 01.06.1972, Síða 27
Hjónin Friðrik Halldór Magnússon og Jónína Ingibjörg Gísladóttir, Asavegi 12 hér í bæ,
og þrjú börn þeirra aj jjórum, er þau áttu. Halldór Magnússon verkstjóri er fæddur 15.
apríl 1904 í Nýjabœ hér í E-yjum. Foreldrar: Magnús Eyjólfsson og Þorbjörg Jónsdóttir,
sem byggðu á sínum tíma húseignina nr. 11 við Skólaveg (Grundarbrekku), þar sem þau
bjuggu um árabil og til aldurtilastundar. Frú Jónína var fædd 2. maí 1905 á Þorgríms-
stöðum í Olfushreppi. Foreldrar: Gísli bóndi Magnússon og Ingibjörg húsfreyja Jóns-
dóttir, hjón á Þorgrímsstöðum. Hjónin Hálldór Magnússon og Jónína I. Gísladóttir gengu
í hjónaband 2. jan. 1930. Þau byggðu sér íbúðarhúsið Pétursey, nr. 43 við Hásteinsveg,
og síðar húseignina Asaveg 12. Börn hjónanna: Ingibjörg, f. 2. júlí 1925, gift Þórði Stef-
ánssyni, netagerðarmanni, Engilbert, f. 16. maí 1930, kvœntur Selmu Guðjónsdóttur, yfir-
hjúkrunarkonu, Hanna, f. 28. sept. 1931, gift Krisljáni Friðbergssyni, Elín, f. 19. des.
1941, gift Magnúsi Jónssyni. Halldór Magnússon hóf störf í Fiskimjölsverksmiðjunni
haustið 1920 og vann þar nær hálfa öld. Um tugi ára var hann verkstjóri þarL Hann
missti konu sína 24. nóv. 1970.
veitingar. Börn fengu vínarbrauð, og
öllum fannst mikið til um þetta fyrir-
tæki.
Ég vil þessu næst reyna að lýsa
verksmiðjunni í sem stærstum drátt-
um.
Þá er fyrst að nefna gufukatlana.
Gufuþrýstingurinn var venj ulega
135—145 pund (67,5—72,5 kg) á
hvern ferþumlung. Gufuafl knúði
gufuvélina. Einnig var gufan notuð
til þess að sjóða beinin í suðuvélun-
um. Hver suðuvél var láréttur sívaln-
ingur sem næst 170 cm í þvermál.
Tveir voru byrðingar þeirra, innra
og ytra borð og bil á milli og lék gufa
milli byrðinganna, þrýstist inn á
milli þeirra. Þannig var hráefnið
soðið í mauk og þar til það var þurrt
orðið, allur vökvi gufaður upp úr
því. Eftir hverjum suðuvélarsívaln-
ing lá stálöxull og á hann voru festir
12 armar og á hverjum armi stál-
plata, sem fest var með tveim spenni-
BLIK
25