Blik - 01.06.1972, Side 187
að bera sjó í fötum neðan frá höfn
til þess aS þvo fiskinn úr við aðgerð-
ina. Þær gerðu að úti, hvernig sem
viðraði alla vertíðina en söltuðu síð-
an fiskinn inni í krónni.
Tveir fiskar voru dregnir í hvorri
hendi. (Sjá málverk Kristins Ast-
geirssonar til frekari skýringar á
þessum þætti atvinnulífsins hér í Eyj-
um um langan aldur, mynd nr........).
57. Fiskdráttarkrókur, einn krókur
ætlaður unglingi við fiskdrátt. Krók-
urinn er úr dánarbúi Kristjáns Ingi-
mundarsonar í Klöpp, hins kunna
Eyjaformanns, útgerðarmanns og
fuglaveiðimanns á sínu langa ævi-
skeiði í byggðarlaginu. Gefendur:
Dóttursynir Kristjáns, Theodór og
Kristján Georgssynir.
58. Fiskdráttarkrókur, merktur F.
B., þ. e. Finnbogi bóndi og skipstjóri
Björnsson í Norðurgarði. Hann átti
krók þennan.
59. Fiskdráttarkrókur, merktur F.
J., þ. e. FriÖrik Jónsson útvegsbóndi
að Fátrum við Vestmannabraut (nr.
44).
60. Fiskdráttarkrókur, sem frú
Jónína húsfreyja Jónsdóttir í Gerði
átti og notaöi öll þau ár, sem hún
„gekk í Sandinn“ og vann að aðgerð
á vertíðum. Frú Jónína gaf Byggðar-
safninu fiskdráttarkrókinn.
61. Fiskgoggur. Þegar vélbátarnir
stækkuðu og hækkuðu á „borð fyrir
báru“, voru goggarnir hafðir skaft-
lengri að sjálfsögðu. Þessi er af
yngri geröinni.
62. Fiskigarðar. Á miööldum steig
skreiö mjög í verði á erlendum mark-
aði. Þá reið mjög á því fyrir Eyjabúa
að geta framleitt góða og vel verkaöa
skreið til sölu erlendis. Annmarkar
voru á því, sérstaklega vegna rakans
í sjávarloftinu. Þá var tekiö að herða
fisk á syllum í móbergshömrum, t. d.
Fiskhellum svokölluðum. En meira
rými þurfti til. Þá fundu Eyjabúar
upp gerð fiskigarðanna sinna. Hver
jarðarvöllur (tvær jarðir) eignaðist
afmarkað svæði, sem girt var hlöðn-
um grjótgarði til varnar sauðfé t. d.,
sem þá gekk í hundraðatali um alla
Heimaey. Inni í gerðinu voru síðan
hlaðnir reitir úr hraungrýti með bili
á milli, svo að ekki þurfti að ganga
á reitunum sjálfum (þurrkreitunum)
meðan fiskurinn var breiddur til
herzlu. En fleira var innan geröisins
en herzlureitirnir. Þarna var byggð
kró úr hraungrýti, — hringmynduð
kró, sem mjókkaði upp í toppinn,
svo að loka mátti henni með dálítilli
steinhellu. AS baki krónni var reitur,
kallaöur kasarreitur. Oftast var fisk-
urinn hertur flattur, tekinn úr honum
hryggurinn.
Þegar fiskurinn var fluttur í gerð-
ið, ýmist borinn á baki eða reiddur
á hesti. var hann settur í kös á kasar-
reitinn. Þar var hann látinn liggja,
þar til byrjaði að slá í hann. Þá var
hann breiddur á herzlureitina. Lágn-
aður fyrir herzlu þótti fiskurinn
bragðbetri og mýkri. Eiga Norðmenn
að hafa fundiÖ upp þessa verkunar-
ferð á miðöldum.
Hálfharður var fiskurinn síðan
settur inn í króna. Þar blés hann og
fullharðnaði án þess að regn kæmist
BLIK
185