Blik - 01.06.1972, Side 78
hlaut hann titilinn. Og Ioksins birti
hann nafnið sitt:
„SVAR TIL PÁLS BJARNASONAR
í Víði 30. okt., 44. tbl., skrifaði ég
smágrein, aðallega sem bendingu til
Arnbj. Sigurgeirssonar kennara í
sambandi við umræður hans um leik-
völl barnaskólans.
Grein þessi virðist hafa orðið til
þess að raska sálarró skólastjórans
Páls Bjarnasonar svo mjög, að hann
telur sig tilneyddan að koma fram í
dagsljósið í síðasta tölublaði Fram-
sóknarblaðsins til þess, að því er
hann sjálfur segir, að hrinda árás,
sem hann telur skólann hafa orðið
fyrir í umræddri grein.
Ég teldi ekki nema eðlilegt og
sjálfsagt, að skólastjórinn tæki að
sér þetta verk, ef hann væri þeim
eiginleika gæddur að geta haft svo
mikið taumhald á geðsmunum sín-
um, að hann álpaðist ekki út í það,
þegar málefni skólans eru rædd opin-
berlega, að koma fram með allskonar
illkvittnislegar og strákslegar, órök-
studdar getgátur og aðdróttanir, sem
eru honum og þar af leiðandi stofn-
un þeirri, sem hann veitir forstöðu,
síður en svo til sóma. Heldur P. B. að
það sé „kristilegt siðgæði“, eins og
hann orðar það, eða til eftirbreytni
fyrir aðra, að hann sjálfur skólastjór-
inn, leyfir sér að bera það fram mót
betri vitund, að ég hafi skrifað um-
rædda grein mína „í þeirri von að
hún yrði kennd alsaklausum manni“,
eftir að hann hafði fengið það stað-
fest bæði af þeim manni, sem þá sá
um útgáfu Víðis og mér persónulega,
að ég einn væri ábyrgur fyrir grein-
inni og myndi svara fyrir hana ef til
kæmi. Sé P. B. hugsvölun í því eða
telji hann sér það samboðið að mis-
þyrma þannig sannleikanum, er hann
mín vegna einn um ánægjuna af slík-
um verknaði. Mig snertir það ekki,
hvorki til né frá.
Oðrum persónulegum skætingi í
minn garð sé ég ekki ástæðu til að
svara, en vil víkja að þeim skoðana-
mismun, sem virðist vera milli mín
og skólastjórans um það, hvort skóla-
hörnunum geti stafað nokkur hætta
af því, að sumir kennarar skólans
eru opinberir boðberar kommúnism-
ans, þeirri stefnu, eins og ég réttilega
tók fram í fyrri grein minni, er afneit-
ar með öllu Guðs trú, og sem stofn-
að hefur í heimkynnum sínum félög
og sambönd til útrýmingar kristin-
dóminn, samhliða því sem eignarrétt-
urinn er þar að engu hafður.
Til andsvars þessu hefur P. B.
ekkert annað fram að færa en það, að
kennarar eigi rétt á að hafa stjórn-
málaskoðanir eins og aðrir menn, og
er ég honum að þessu leyti fyllilega
sammála, svo framarlega sem skoð-
anir kennaranna eru ekki beint nið-
urrif á stjórnarfari og siðgæði þessa
lands. En einmitt þannig er kommún-
isminn þar sem hann hefur komizt
til framkvæmda. Um það verður ekki
deilt.
Annars mun víst vera óþarfi fyrir
P. B. að vera að deila um þetta mál.
Við gætum eflaust verið sammála, ef
76
BLIK