Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 204
1895) smíðaði bát þennan heima á
Búastöðum, eins og svo marga aðra
báta, og hélt honum út á vor- og
sumarfiski, eins og títt var um julin
fyrrum.
Lárus Arnason, bifreiðarstjóri á
Búastöðum, dóttursonur Lárusar
hreppstjóra, gaf Byggðarsafninu
stýrið.
221. Stýri af færeysku þriggja-
manna-fari (sexæring), sem frú
Guðrún Runólfsdóttir á Sveinsstöð-
um við Njarðarstíg átti og gerði út.
Stýri þetta er brennimerkt G. R.
Gefandi: Sveinn Ársælsson, sonar-
sonur frú Guðrúnar Runólfsdóttur.
222. Stýri af v/b Skuld VE 163,
sem Ársæll Sveinsson flutti til lands-
ins haustið 1912. Var það fyrsti vél-
báturinn sem Ársæll eignaðist. Bátur
þessi kom til Eyja með gufuskipinu
Kong Helga 25. september 1912. V/b
Skuld var 10 smálestir með 17 hest-
afla Danvél. Ársæll Sveinsson átti
helming bátsins. Hann var formaður
á bátnum 6 vertíðir og síðan Gunn-
laugur Sigurðsson, formaður á Gjá-
bakka, 13 vertíðir. V/b Skuld var
rifin hér eftir 1936 og þess vegna er
stýri þetta til enn. Gefandi: Frú Mar-
grét Jónsdóttir, Sætúni.
223. Stýrishjól (,,rat“) úr v/s
Helga VE 333, sem smíðað var hér í
Dráttarbraut Vestmannaeyja árið
. Skipasmíðameistari var Gunn-
ar M. Jónsson, sem smíðaði sjálfur
hjólið. Vélskipið Helgi fórst á Faxa-
skeri 7. jan. 1950. Þá fyrir skömmu
hafði hjólið verið tekið úr skipinu
og annað minna látið í brúna. Gef-
andi: Helgi Benediktsson, eigandi
skipsins.
224. Stýrishjól. Hjól þetta kom
upp í dragnót fyrir nokkrum árum
suður af Dyrhólaey. Við rannsókn
hefur komið í ljós, að stýrishjól þetta
er af færeyskri fiskiskútu, sem fórst
suður af landinu fyrir mörgum ár-
um, og hét hún Islandsfarið.
225. Stýrissveif (stjórnvölur) af
v/h Sigríði VE 113, sem kom til
Eyja árið 1908, smíðuð í Friðriks-
sundi í Danmörku. Eigandi: Vigfús
Jónsson í Holti o. fl. og var V. J.
með bátinn 13 vertíðir.
226. Sveif, gangsetnigarsveif af 8
hestafla Danvél frá allra fyrstu árum
vélbátaútvegsins hér í Eyjum. Hjólið
fannst í dráttarbrautarhúsi Magnús-
ar Magnússonar, sem byggt var í
Skildingafjöru, þar sem Skipasmíða-
stöð Vestmannaeyja er nú byggð.
227. Talstöð (loftskeytastöð).
Þetta markverða tæki, sem er tvennt
í einu: sendistöð og mótttökustöð, er
okkur tjáð, að sé fyrsta tæki sinnar
tegundar, sem sett er í vélbát hér á
landi, a. m. k. í Vestmannaeyjum.
Talstöðin var sett í vélbátinn Leó
VE 294, en eigandi hans og skip-
stjóri var Þorvaldur heitinn Guðjóns-
son frá Sandfelli í Eyjum (nr. 36 við
Vestmannabraut). V/b Leó var 39
smálesta bátur eða þar um bil, smíð-
aður í Danmörku 1916. Keyptur var
han hingað til Eyja frá Reykjavík
árið 1932. Talstöðin mun hafa verið
sett í hátinn 1938. Loftskeytamaður
á bátnum var einn af hásetunum,
202
BLIK