Blik - 01.06.1972, Side 207
Margskonar veiSitœki og jleira, sem lýtur aS sjósókn, er aS sjá í ByggSarsafni Vestmanna-
eyja. A myndinni sjást hákarla-, hvala-, og hnísuskutlar, trompjárn, hákarlssókn meS taumi
og járnsökku, rœSi, netjasteinar, sjóklœSi o. fl. Þó er sjón sögu ríkari.
244. Vagnhjól. Hjól af handvagni
Jóns Ingimundarsonar í Mandal —
vagni Mýrdælingsútgerðarinnar. —
Vagninn var keyptur til Eyja 1895.
245. Vatnsílát, legill eða vatnskút-
ur frá Halkion-útgerðinni. Vatnsílát
bátsins um tugi ára. Legill þessi var
smíðaður á Stokkseyri og keyptur til
Eyja árið 1919. Synir Stefáns Guð-
laugssonar skipstjóra og útgerðar-
manns í Gerði, gáfu Byggðarsafninu
kútinn.
246. Vatnskútur, af v/b Ingólfi
VE 216. Þannig vatnsílát, stærri og
smærri, fylgdu hverj um vélbáti í ver-
stöðinni fyrsta fjórðung aldarinnar.
Þá var tekið að smíða vatnsgeyma í
bátana. Gefandi: Sigurður Ólason,
Þrúðvangi.
247. Vatnskútur (legill). Þessi kút-
ur er mjög gamall. Hann var hér
lengi notaður á opnu skipi á fyrri
öld og þá stundum brennivínskútur
á hákarlaskipi, þegar sjómenn höfðu
með sér „hýrgu“ í hinar kalsasömu
útilegur. Gefandi: Hjörtur Einarsson
frá Geithálsi.
248. Þokulúður af v/b ísleifi VE
63. Gömul gerð.
249. Þorskanet, hampnét.
250. Þorskanetjarúlla, ein allra
elzta gerðin. Þessa netjarúllu fengu
„Holtsbræður“ (Guðmundur, Jón og
Guðlaugur Vigfússynir) upp á línu á
Selvogsbanka fyrir um það bil 45
árum. Hún er talin vera af opnu
skipi frá Þorlákshöfn eðaEyrarbakka,
en þaðan voru stundaðar þorskveið-
ar með net á opnum skipum lengur en
víðast í öðrum verstöðvum.
BLIK
205