Blik - 01.06.1972, Síða 152
höfÖu þrjár árar á borð (6-æringar).
Allir bátar minni en þessir voru kall-
aðir jul, hvort sem goldið var eftir
þá 2þf> hlutur eða aðeins 1 hlutur.
En auk þeirra hluta, sem teknir
voru eftir þessa báta í venjulegum
fiskiróðri, var tekinn einn beituhlut-
ur eftir hákarlatúrinn eða tveir beitu-
og sóknarhlutir saman, en sókn var
hér í merkingunni legufæri, þ. e. 120
faðma tóg til að liggja við með akk-
eri og forhlaupara (5—6 faðma
langri festi eða keðju milli akkeris-
ins og legufærisins (tógsins) og svo
handfæri (handvaður) sver með lóði
(sökku) og öngultaumi úr mjórri
keðju 2—3 faðma (4—6 metra)
langri. Þessi tæki áttu skipaeigend-
ur (hákarlaskipanna) að hafa til
reiðu ásamt 3—4 skutlum (hákarla-
skutlum), 4 hnífum (hákarlasveðj-
um) með % alin (45—50 sm) löngu
blaði vel eggjuðu á svo sem 2 álna
(125 sm) löngu skafti. Þá fylgdi þar
með hákarlsdrepur, sem var tvíeggj-
aður hnífur % alin á lengd í 3 álna
löngu skafti. Þá kom þar til eitt egg-
járnið enn, — tromphnífurinn, sem
var eggjaður „húllkíH“ (eggjað bug-
járn), sem stungið var gegnum haus
hákarlsins þannig að gat varð þar
í gegn.
Mjó festi lá undir hákarlsskipinu
þversum, fest beggja vegna undir
langband eða sigluþóftu. Var þó ann-
ar endi hennar lauslega festur. Við
þann enda var bundið snæri, sem
þrætt var gegnum gatið á hákarls-
hausnum með mjóu skafti, og var
rauf í enda þess fyrir snærisendann,
þegar þrætt var gegnum hákarlshaus-
inn. Þessi spýta var kölluð tromp-
skaft. Til þess að lempa snærið í
gegnum gatið var notaður knúbakki,
sem var gildur og sterkur stálkrókur
í álnarlöngu tréskafti. Seig svo há-
karlsskrokkurinn niður á trompfest-
ina (keðjuna, sem lá undir kjöl skips-
ins). Þess voru dæmi, að á tromp-
festina var safnað allt að 50 hákarls-
skrokkum, sem þræddir voru á hana
á þennan hátt. (Annars staðar á
landinu var þetta kallað að setja á
tamp og trompfestin kölluð tampur,
og gat hann einnig verið kaðall eða
tóg. — Þ. Þ. V.).
Þegar halda skyldi heim, var öðr-
um enda trompfestarinnar sleppt út
fyrir borðið og hún dregin inn í
skipin á hitt borðið og drógust þá
hákarlsskrokkarnir af festinni.
Að minnsta kosti þurfti einn
tromphnífur að fylgja hverju hákarls-
skipi, þrír knúbakkar, tvær ífærur,
sem voru stórir og efnismiklir járn-
krókar með kaðli, en án agnhalds.
Vatnskútur (kvartel) fylgdi hverju
hákarlaskipi. Einnig komfyr og kaffi-
ketill og 4—6 „krúsir“ (krukkur eða
,,fantar“) til þess að drekka kaffið
úr.
Að síðustu skal því ekki gleymt,
að 6—8 potta (lítra) kútur af brenni-
víni var hafður með í hverja hákarla-
legu (hákarlatúr).
Allt þetta þurftu formenn að hafa
í standi og á vísum stað, hvenær sem
til þurfti að taka á tímanum frá vet-
urnóttum til vordaga. Þá þurfti einn-
ig að eiga næga beitu, þ. e. hrossa-
150
BLIK