Blik - 01.06.1972, Síða 145
af þeim á sínum tíma og Iét mig skrá
hjá mér, var þess vegna ekki gripið
úr lausu lofti eða einhver sögusögn.
Hann fór sjálfur höndum um þau
tæki, sem hann getur um og lærði að
nota þau á hákarlaveiðunum með
föður sínum. Það var á unglingsár-
um hans og fyrstu búskaparárum í
Stakkargerði. Þá stundaði hann sjó-
inn árið um kring nema þá helzt á
haustin, þegar hann snéri sér að
gullsmíðinni. Jafnframt þeim gerði
hann við úr og klukkur Eyjafólks og
verzlaði lítilsháttar með þá vöru
heima í vinnustofu sinni í Stakka-
gerði.
I jarðskjálftunum, sem fóru um
mikinn hluta Suðurlands árið 1896,
hrundi hinn sérkennilegi og mikli
steinbogi, sem frá myndun Vest-
mannaeyja og sköpun hafði legið á
milli Norður- og Suður-Geldungs,
sem eru fuglaeyjar kippkorn suður í
hafinu suður af Heimaey. í Stóra-
Geldung var venjulega mikill fugl og
þar veiddist því drjúgum og þaðan
barst mikil björg í bú Eyjabænda.
Frá fornu fari var auðvelt að kom-
ast upp í minni Geldunginn og síðan
var gengið um steinbrúnina til þess
að komast í Stóra-Geldung. En eftir
að steinbrúin hrundi í sjó niður,
varð ekki eða trauðla komizt í Stóra-
Geldung til veiða.
Nú voru Vestmannaeyjar lands-
sjóðseign. Þess vegna var valdhöfun-
um skrifað og þess beiðzt, að þeir
létu koma fyrir járnfesti upp í kór
Stóra-Geldungs, svo að fuglaveiði-
menn gætu auðveldlega læst sig þar
upp til veiða. Landstjórnin brást vel
við þessari málaleitan og voru ráðnir
tveir slyngnustu bjargveiðimenn
Eyjanna, kunnir klifurgarpar og sig-
menn, til þess að koma fyrir járn-
festi í bergi Geldungs. Þessir „klif-
urkarlar“ voru þeir Magnús Guð-
mundsson á Vesturhúsum og Gísli
Lárusson í Stakkagerði. Og vissulega
vildu stjórnarvöldin greiða þeim
ríkulega fyrir að hætta lífi sínu við
þessar athafnir! Þeim voru greiddir
25 aurar um tímann, hverja klukku-
stund, sem verkið tók.
Það tók þá 4 klukkustundir að
klífa bergið og festa keðjuna. Ein
króna greidd út í hönd! Þökk fyrir.
Magnús skrifar um afrek þetta:
„Við Gísli fórum til skiptis á undan
(upp þverhnípt bergið). Það sem
við fórum, er ca. 50 faðma (100
metra) hæð. Eg hafði oft verið með
Gísla í fjöllum, og þarna fékk ég enn
eitt tækifæri til að sjá, hve mikill
afburða fjallamaður hann var.“
Gísla Lárussyni var næsta ótrúlega
margt til listar lagt, manni, sem þó
hafði ekki notið meiri fræðslu eða
skólamenntunar en raun bar vitni um
og tök voru á að veita börnum og
unglingum hér í byggð á síðari hluta
19. aldarinnar. Hér óska ég að telja
upp nokkur þau störf, sem Gísli
innti af hendi um ævina umfram hið
eiginlega starf hans, gullsmíðina.
Þegar hann tók við Stakkagerðis-
jörðinni 1893 og gerðist bóndi, fékk
hann samkvæmt beiðni sinni til
stjórnarvaldanna leyfi til að stækka
Stakkagerðistúnið um allt að tveim
BLIK
143