Blik - 01.06.1972, Side 109
stjóri í Reykjavík, P. Bernburg,
heirasótti Vestmannaeyjakauptún og
þá fyrst og fremst stjórnanda Horna-
flokksins, Brynjólf Sigfússon. í þeirri
ferð P. Bernburgs til Eyja léku þeir
tvívegis saman fyrir almenning,
gesturinn með sína menn og stjórn-
andi Hornaflokksins og piltar hans.
Þótti þetta samspil hljómlistarmann-
anna stórviðburður í þorpinu.
Ein heimild mín getur þess, að 17.
júní 1911, hafi Vestmannaeyingar
efnt til samkomu vestur á Brimhóla-
flöt til þess að minnast aldarafmælis
Jóns Sigurðssonar. Mun þá Horna-
ílokkurinn hafa lagt sitt til og leikið
þar nokkur tónverk.
Þegar Brynjólfur Sigfússon kom
heim frá tónlistarnáminu ytra árið
1912, blés hann nýju lífi í lúðrasveit
sína. Eftir það var Hornaflokkurinn
kallaður Lúðrafélag Vestmannaeyja.
Það líf og fjör entist lúðrasveitinni
næstu fjögur árin.
Vorið 1913 hyggði Ungmennafé-
lag Vestmannaeyja sundskála austast
á sunnanverðu Eiðinu. Þennan skála
skyldi vígja 17. júní um sumarið.
Þann dag var svo mikið sandrok
á Eiðinu, að ekki þótti fært að
koma þar saman. Var þá flúið undir
Skiphella. Þar minntust Vestmanna-
eyingar dagsins með lúðrablæstri og
ræðuhöldum.
En hinn 22. sama mánaðar var
Sundskálinn vígður og opnaður al-
menningi til afnota. Fór sú athöfn
fram við Jómsborgarhúsið. Þar voru
fluttar ræður og Ungmennafélag
Vestmannaeyja lofað og því þakkað
framtakið undir forustu hins ötula
barnaskólastjóra Steins Sigurðsson-
ar. Veigamikill þáttur í þessum fagn-
aði var hornablástur Lúðrafélags
Vestmannaeyja, sem fylkti liði á svöl-
um Jómsborgarhússins og lék þar af
fjöri og list, að almenningi þótti, svo
að rómað var.
Hinn 27. júlí sama ár (1913) áttu
kaupmannshjónin í verzluninni Vísi
(í húseigninni Þingvöllum við
Njarðarstíg) silfurbrúðkaupsafmæli.
Þá lét Brynjólfur piltana sína leika
nokkur lög við verzlunarhúsið, vin-
um sínum, silfurbrúðkaupshjónun-
um, til ánægju og heiðurs.
Arið 1916 færðist algjör doði yfir
Lúðrafélag Vestmannaeyja, svo að
starf þess lagðist að fullu og öllu
niður. Lúðrarnir voru þó geymdir,
ef ske kynni, að einhver tæki sig til
að endurvekja þetta menningarstarf
í kauptúninu. (Sjá greinina Frum-
herjar í Bliki 1967).
II
Lúðrasveit Vestmannaeyja 1918—1922
Stjórnendur: Helgi tónskáld Helgason, Ragnar Benediktsson og Hjálmar Eiríksson
Ungir Vestmannaeyingar létu ekki flokks Vestmannaeyja (Lúðrafélags
happ úr hendi sleppa. Vestmannaeyja) alveg niður, með
Árið 1916 lagðist starf Horna- því að Brynjólfur Sigfússon, organ-
BUK
107