Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 110
isti og söngstjóri, gaf ekki kost á sér
lengur til þess að stjórna honum.
Margir Eyjabúar söknuðu þess að
heyra ekki lengur hina fögru tóna
þessa vel þjálfaða, vel æfða horna-
flokks, því að oft höfðu þeir haft
mikla ánægju af lúðraleik þeirra við
ýmis tækifæri í bænum, svo sem á
þjóðhátíðinni í Herjólfsdal og í
broddi fylkingar, þegar álfadansar
voru haldnir, sem títt var þá upp úr
áramótum ár hvert. Oft ella lét
Hornaflokkurinn til sín heyra í kaup-
túninu.
Ymsir gátu sér þess til ,að hljóm-
sveitarstjórinn hefði verið orðinn
þreyttur vegna hinna miklu erfið-
leika við að halda saman hópnum og
fá félagana til að mæta stöðugt og
stundvíslega á æfingar, ekki sízt á
vertíðum, mesta annatíma ársins. Þá
hindraði oft atvinnulífið þátttöku í
tónlistarstarfinu, eins og ávallt hefur
átt sér stað fyrr og síðar í hinni
miklu verstöð.
Oft koma tækifærin upp í hendurn-
ar á okkur svo að segja fyrirhafnar-
laust. Þá er það undir okkur sjálfum
komið, hvort við höfum hyggjuvit
og dugnað til þess að nota okkur þau
til velferðar okkur sjálfum og svo
öllum almenningi á sem hagkvæmast-
an og drengilegastan hátt. Þannig
svo að segja flaug hið gullna tæki-
færi upp í fangið á nokkrum ungum
Vestmannaeyingum til stofnunar
nýrri lúðrasveit í kaupstaðnum.
Sumarið 1918 dvaldist í Vest-
mannaeyjum landskunnur tónlistar-
maður og stjórnandi hljómsveita,
bæði hér heima og vestur í Ameríku.
Þessi maður var Helgi Helgason tón-
skáld. Þannig stóð á dvöl hans í Eyj-
um, að hann var tengdafaðir Egils
kaupmanns Jakobsen, sem þá hafði
um fimm ára bil rekið verzlun í
Eyjum. Hann hafði byggt verzl-
unarhús neðst við Bárustíg og tengda-
faðirinn vann að því að mála þetta
verzlunarhús og dytta að því á aðra
vegu, en hann hafði um langa ævi
stundað ýmiskonar iðnaðarstörf, svo
sem smíðar, húsamálningu o. fl. því-
líkt.
Meðan Helgi Helgason dvaldist í
Eyjum, leigði hann sér herbergi í
húsinu Ásgarði við Heimagötu (nr.
29) hjá hjónunum Árna Filippus-
syni, gjaldkera, og frú Gíslínu Jóns-
dóttur. Sonur þeirra er, eins og kunn-
ugt er, Filippus Árnason, fyrrv. yfir-
tollvörður hér í kaupstaðnum.
Kunningsskapur tónskáldsins og
Filippusar Árnasonar vakti þá hug-
mynd að stofna lúðrasveit í kaup-
staðnum, og nyti hún tilsagnar eða
stjórnar Helga Helgasonar eftir því
sem tök yrðu á þann tíma úr sumr-
inu, sem hann dveldi í Eyjum.
Liðið var á sumarið 1918, þegar
nokkrir ungir menn í hinum verð-
andi kaupstað, Yestmannaeyjakaup-
stað, komu saman á fund, sem þeir
höfðu þá undirbúið í þröngum
kunningjahópi nokkru áður. Þessir
fundarmenn beittu sér síðan fyrir
stofnun lúðrasveitar. Síðan varð það
að reynd, að Helgi Helgason gaf kost
á sér til að kenna lúðrasveitarpilt-
unum fyrstu tökin á lúðrunum,
108
BLIK