Blik - 01.06.1972, Síða 93
inu um hetju- og glæfraferð þessa,
sem hafði næstum kostað þá lífið,
því að þeir hrepptu stórhríð á leið-
inni yfir jökulinn.
Hálfur sannleikur var það um ut-
anför þeirra, því að Mr. Watts fór
utan með póstskipinu, en Páll kennari
og jökulfari fór austur til Skaftfell-
inganna sinna og lengra þó. Hann
efndi til brúðkaups síns með Onnu
Ingibjörgu Sigurbjarnardóttur prests
að Kálfafellsstað Sigfússonar. Kona
séra Sigurbjörns var mad. Guðný
Friðrikka Pálsdóttir prests að Sand-
felli Thorarensen.
Séra Sigurbjörn Sigfússon var fall-
inn frá, þegar hér var komið sögu,
og prestsekkjan flutt frá Kálfafells-
stað að Brunnum, sem er jörð í ná-
grenni Kálfafellsstaðar þarna í Suð-
urseveitinni.
Frú Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá
sat brúðkaup þetta og fer nokkrum
orðum um það í bók sinni Gömul
kynni. „Gleðskapur var þar mikill
og óspart veitt áfengi. En hvernig
sem reynt var að skemmta sér,
fannst mér og sumum öðrum þetta
vera átakanlegur sorgarleikur. Brúð-
urin var tæplega komin af barns-
aldri og var þó enn meira barn að
lífsreynslu og grunaði minna en
marga aðra, hvaða kjör biðu hennar.
Auðséð var, að hún bar ótakmark-
aða ást og traust til bóndans, en það
datt víst engum öðrum í hug, að
hann yrði nokkru sinni nákvæmur
eða umhyggjusamur heimilisfaðir,
er.da var síðar sagt, að hún hefði orð-
ið fullsödd lífdaganna í sambúðinni
við hann.“ Þetta voru orð frú Ing-
unnar eftir bók hennar, er ég nefndi.
Forleikur harmleiks settur á svið!
Og ástæðan? — Páll barnakennari
hafði þegar leyft snáki ógæfunnar
að hringa sig á botni lífsbikarsins:
Hann var þegar orðinn áfengisneyt-
andi, þræll áfengisnautnarinnar, þessi
dugmikli og gáfaði maður. Þetta
vissu og skildu brúðkaupsgestirnir,
og þess vegna bauð þeim í grun.
Ungu hjónin bjuggu fyrst á Brunn-
um hjá prestsekkjunni móður Önnu,
hinnar ungu húsfreyju. En hrátt
fluttu þau austur í Lón og tóku að
búa á jörðinni Hraunkoti þiar í
sveit. Ekki festu þau rætur þar, held-
ur fluttu þau aftur vestur í Suður-
sveit og bjuggu á jörðinni Skálafelli
þar um sinn.
Eftir 7 ára búskaparbasl í Austur-
Skaftafellssýslunni, flytja þessi hjón
austur á Seyðisfjörð og setjast að á
Vestdalseyrinni. Það var árið 1882.
Þá var uppgangur mikill á Seyðis-
firði og víðar þar austurfrá sökum
síldveiða Norðmanna þar. Á Vest-
dalseyrinni vann Páll jökulfari venju-
lega verkamannavinnu. Landbúskap-
inn hafði hann lagt að fullu á hill-
una.
Á Vestdalseyrinni dvöldust þessi
hjón í 15 ár við ömurleg lífskjör
vegna óreglu Páls og ástleysis gagn-
vart konu sinni, þessari indælu konu-
sál og göfugu mannveru, eins og
kunnugir orðuðu það, er þeir minnt-
ust hennar. Drykkjuskapur hans
varð þeim báðum til hinnar hörmu-
legustu ógæfu.
BLIK
91