Blik - 01.06.1972, Síða 102
sitt blíöasta bros. Hvar hefur hún
lært ballett, spurðum við hinn frá-
sagnarglaða gest. Auðvitað af bíó-
myndum, svaraði hann. Og svo áfram
með frásögnina, báðum við í einu
hljóði eða skipuðum nánast. -—-
Sjálfsagt, sagði gesturinn og logaði
af frásagnargleði.
Þegar hengilmænan lyfti naumast
augnalokum við ástarglettur þessar
og ginningarbrögð, afréð Hin sæta
að heimta skilnað, svo að hún gæti
leitað með hreinan skjöld á önnur
mið.
Satt að segja vorum við Sigurður
dálítið tortryggnir. — Er þessi frá-
sögn bókuð í doðrant bæjarfógeta-
embættisins? spurðum við báðir í
einum rómi. Gesturinn hélt nú það
svo sannarlega, og hafði sem sé lesið
þar sjálfur frásögnina. Það brá fyrir
alvörusvip í andliti hans, er við dróg-
um þetta í efa. Þar las hann það
sjálfur, sem sagt. Þá er það víst satt,
ályktuðum við í sakleysi okkar og
grandvaraleysi.
Auðvitað er frásögn þessi hér að-
eins daufur skuggi af henni eins og
hún var, er hún streymdi af vörum
þessa frásagnarsnillings þarna af
næsta bæ með látbrögðum hans og
orðavali.
Sigurði fannst nú kaffitíminn vera
orðinn nógu langur og nóg komið af
listisemdum þessum. En ég vildi fá
meira að heyra, með því að ég
taldi okkur Sigurð hafa unnið svo
vel og kappsamlega allan fyrri hluta
dagsins. Og þá hélt gesturinn áfram.
Ef til vill er þér það ekki ljóst,
Þorsteinn, sagði gesturinn, að hinn
íslenzki Munch-Hausen er hér bóndi
á einni Vilborgarstaðajörðinni.
Ymsar sögur hans gefa ekki mikið
eftir frásögnum hins heimsfræga
snillings. Hér kemur ein: Vilborgar-
staðabóndinn var um vetur að líta
eftir kindum sínum, sem gengu úti í
Heimakletti. Kollur klettsins, kvað
hann, hafði þá verið einn samfelld-
ur klakahjúpur. Bóndi hafði með sér
tík, sem hann átti. Snögglega missti
bóndi fótanna og tók til að renna
hratt niður að snarbrattri bergbrún-
inni, þar sem nálega 100 metra hátt
standbergið stendur þverhnípt niður
í sjó.
Á hinni hröðu ferð niður brekk-
una af Hákollum niður á brún, gafst
bónda hvorki hugsun né tóm til að
biðja fyrir sálu sinni. Á bergbrún-
inni lyfti hann þó hendi svo sem eins
og í fórnarskyni. Þá var eins og
skott tíkarinnar væri lagt í lófa hans.
Han greip þar um, og sjá! Tíkin dró
bónda upp á Hákolla og bjargaði
þannig lífi hans.
Við Sigurður hlógum hjartanlega.
Hafið þið ekki heyrt þessa sögu fyrr,
drengir? spurði gesturinn. — Nei,
við höfðum aldrei heyrt neina af
þessum Munch-Hausensögum í Eyj-
um fyrr. Nokkrar fleiri slíkar sögur
fylgdu þarna á eftir. Það man ég.
Við Sigurður Þorleifsson skemmt-
um okkur konunglega. Því er ekki
að neita. Og svo tókum við til starfa
af meira kappi en nokkru sinni fyrr,
því að við höfðum slórað, fannst
okkur.
100
BLIK