Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 195
lítill sjávarstraumur var, svo sem inn-
fjarða og í fjarðarmynnum.
116. Lifrarmál. Um árabil eftir að
tekið var að bræða hér fisklifur og
hún þá seld eins og hver önnur fram-
leðisluvara, var hún mæld í pottatali.
Til þess voru notuð mismunandi stór
mál, sem til þess voru smíðuð. Hér á
Byggðarsafnið 50 potta (lítra) lifrar-
mál. Það var lengi notað í lifrar-
bræðslustöð Gísla J. Johnsen, útgerð-
armanns.
117. Línuból (,,línubelgur“),
hnöttótt, svart. Erlend gerð. Þessi
línuból tóku að flytjast til landsins á
fyrstu árum vélbátanna og útrýmdu
fljótt kálfsbelgjabólunum.
118. Línukrókar (línuönglar) með
gervibeitu, níu að tölu. Olafur Sig-
urðsson skipstjóri og útgerðarmaður
frá Skuld (nr. 40 við Vestmanna-
braut) lét setja þessa gervibeitu á
önglana erlendis og gerði hér tilraun
með línu þannig beitta. Arangur
hafði reynzt furðu góður af tilraun
þessari.
119. Línurúllur — alls sex rúllur
af svipaðri gerð -—- frá fyrstu árum
línunnar hér í Eyjum, en notkun línu
hófst hér 10. apríl 1897. Þessar línu-
rúllur voru einnig notaðar á fyrstu
vélbátunum. Gefendur: Frú Krist-
björg Einarsdóttir, ekkja Guðmund-
ar heit. Jónssonar í Málmey (nr. 32
við Hásteinsveg), sem fluttist hingað
1903 og stundaði sjó hér í 40 ár;
Björn Bergmundsson frá Nýborg við
Njarðarstíg, Árni Jónsson verzlunar-
maður í Odda við Vestmannabraut
o. fl.
120. Línurúlla frá útgerð Magn-
úsar Guðmundssonar formanns á
Vesturhúsum. Þessa línurúllu notaði
hann í sumarbáti sínum Hannibal.
(Sjá mynd af honum í Byggðarsafn-
inu).
121. Línurúlla með andæfurum -—
hliðarkeflum. Þetta er yngri gerð af
línurúllum. Andæfararnir hindruðu
erfiðleika, þegar línan hafði ekki
beina niðurstöðu. Þessi línurúlla kom
upp á línu austur í Fjallasjó árið
1955.
122. Lugt, sem notuð var hér lengi
á trillubáti. Ólafur Ástgeirsson, for-
maður og bátasmiður frá Litlabæ,
gaf Byggðarsafninu lugtina.
123. Lugtir, þrjár stórar.
124. Lúðuönglar tveir. Þessa öngla
smíðaði Guðmundur Ögmundsson
smiður í Borg í Stakkagerðistúni, afi
Ólafs Ástgeirssonar, sem gaf Byggð-
arsafninu önglana.
125. Lúðu-ífœra frá útgerð Frið-
riks útgerðarmanns og formanns
Svipmundssonar á Löndum. Frú Elín
Þorsteinsdóttir frá Dyrhólum, ekkja
Fr. Sv., gaf Byggðarsafninu ífæruna.
126. Lyfjakassi. Þessi lyfjakassi
er einn af hinum allra fyrstu, sem hér
var látinn í vélbát. Lyfjakassinn er
úr v/b Skuld VE 163, sem Ársæll
Sveinsson, útgerðarmaður á Fögru-
brekku, keypti til landsins árið 1913
ogátti helming í, og var hann formað-
ur á bátnum. Magnús Isleifsson, tré-
smíðameistari í London við Mið-
stræti, smíðaði kassann. Hann var
talinn listasmiður og vanda skyldi
smíðina á fyrsta lyfj akassanum.
BLIK 13
193