Blik - 01.06.1972, Síða 142
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Gísli Lárusson, gullsmiður,
í Stakkagerði
Einn af þeim „innfæddu“, sem
settu svip sinn á Eyj abyggð fyrstu
þrjá áratugi aldarinnar, var Gísli
gullsmiður Lárusson í Stakkagerði.
Hann var að mörgu leyti sérstakur
maður og sérlegur persónuleiki. Ég
kynntist honum á sérstakan hátt
fyrstu 7—8 árin mín hér í kaupstaðn-
um. Hann var vissulega öðruvísi en
svo margir aðrir mektarmenn hér á
þeim árum, sérstaklega gagnvart að-
komumanni í kennarastétt. Ég minn-
ist þess, hversu mikla ánægju ég
hafði af því að hlusta á þennan mann,
njóta fræðslu hans í einveru og næði.
Hann var fjölfróður um sögu byggð-
arlagsins og þó sérstaklega um dýra-
lífið í sjónum kringum Eyjarnar og
fuglalífið í björgum þeirra. Á þeim
vettvöngum hafði þessi annars ó-
skólagengni maður margt fræðandi í
fórum sínum og gat miðlað þar öðr-
um ,sem lærðir voru kallaðir. Með
eftirtekt sinni og ríkri athyglisgáfu
varð hann því vaxinn að veita ekki
minni fræðimanni en Bjarna heitn-
um Sæmundssyni, fiskifræðingi, ó-
metanlega aðstoð við rannsóknir á
lífi fiska hér og greiningu tegunda í
hafinu umhverfis Eyjarnar, svo að
þessi kunni og mikli náttúrufræðing-
ur okkar dáðist að og viðurkenndi.
Minnisstæðust verður mér alúð
Gísla Lárussonar og vingjarnleg
framkoma, þegar hann vildi veita
mér fræðslu um söguleg efni og nátt-
úrufræðilegar staðreyndir. Ef til vill
hefur hann uppgötvað fljótlega, er
við kynntumst lítið eitt, að ég hafði
mikinn áhuga á þeim fræðilegu
greinum, sem hann hafði sérstaklega
lagt alúð við: sögu og náttúrufræði.
Og hér kem ég svo að lokum inn á
sögulegt atriði úr atvinnulífi Eyja-
sjómanna á síðustu öld. Þá fræðslu
veitti Gísli gullsmiður mér eitt sinn,
er ég kom heim til hans í Stakkagerði
í viðskiptalegum erindum. En fyrst
vil ég rekja sögu hans í stærstu drátt-
unum og sýna og sanna um leið,
hversu honum var margt og mikið til
listar lagt.
Gísli Lárusson fæddist í Kornhól,
íbúðarhúsi (jarðarhúsi) einokunar-
kaupmannsins (N. N. Bryde) 16.
febrúar 1865. Foreldrar hans voru
hjónin Lárus Jónsson frá Dyrhólum
í Mýrdal og Kristín húsfreyja Gísla-
dóttir frá Pétursey í Mýrdal. Þessi
140
BLIK