Blik - 01.06.1972, Síða 84
fremst hinum einlæga vilja til þess
að lyfta stofnuninni og vinna henni
allt til bóta, og því næst af sanngirni
og einkar góðum skilningi á öllum
ástæðum.
Þótt skólastarfið væri ætíð aðal-
starf Páls Bjarnasonar, þá lagði hann
víðar gott til mála. Honum var
manna léttast um mál, bæði í ræðu
og riti, og lagði til mjög margra
menningarmála eitthvað bæði með
ráðum og dáð ...
Páll var stakur reglumaður alla tíð.
Mun naumast hafa bragðað vín um
ævina né neytt nokkurs tóbaks. Allra
manna var hann ræðnastur, og ætíð
var það hinn ótæmandi fróðleikur,
sem naut sín jafnt í íjöÍmenní senl
fámenni. Og þrátt fyrir langvarandi
vanheilsu var hann ætíð glaður og
reifur, þegar af honum bráði, fram
til hinzta dags ... Við kennarar sökn-
um við fráfall hans eins hins ötul-
asta starfsmanns úr okkar stétt og
tryggasta vinar.
Ég þakka þér, Páll, sérstaklega
fyrir alla vinsemdina allt frá þeim
degi, er ég kom hingað fyrir 17 ár-
um, beint af skólabekknum, óreynd-
ur og illa fær, undir þína öruggu
handleiðslu.
Vestmannaeyjum, 11. des. 1938.
Halldór Guðjónsson.“
Eitt sinn var það ætlun mín að
skrifa í stórum dráttum sögu barna-
fræðslunnar hér í Vestmannaeyjum
frá fyrstu tíð (1745) til æviloka Páls
skólastjóra Bjarnasonar (1938). Nú
hef ég gert það og birt þessa sögu í
Bliki, svo sem drepið er á í upphafi
þessa greinarkorns. Þá á ég eftir að
birta sögu unglingafræðslunnar í
Vestmannaeyjum frá því að borið
var við að kenna hér unglingum bók-
leg fræði og til ársins 1963. Þá hvarf
ég frá því starfi til þess að beita mér
óskiptum á vissum sviðum fjármála-
lífsins í kaupstaðnum og þeim til
framdráttar fyrst og fremst, sem okk-
ur ábyrgðarmönnum Sparisjóðs Vest-
mannaeyja fannst að hallast stæðu
fæti í lífsbaráttunni. Saga þess starfs
verður væntanlega birt í Bliki næsta
ár, því að þá er starfsemi Sparisjóðs-
ins 30 ára.
Þ. Þ. V.
82
BLIK