Blik - 01.06.1972, Síða 108
Pétur Lárusson.
6. Arinbjörn Ólafsson, Reyni,
sonur Ólafs verzlunarstjóra Arin-
bjarnarsonar í Garðinum og konu
hans.
7. Helgi múrari Árnason. íHann
var aðkomumaður, sem stundaði
hér bæði sjómennsku og múrverk.
Hann leigði húsnæði handa sér og
fjölskyldu sinni, fyrst á loftinu í
Höjdalshúsi (nr. 27 við Kirkjuveg)
og síðar í Tungu (nr. 4 við Heima-
götu).^
8. Ólafur Sveinsson, úrsmiður frá
Reykj avík.
9. Loftur Bjarnason, mormóna-
trúboði frá Utha í Bandaríkjunum.
Dvaldist hann þá í Eyjum um tíma
og var þjálfaður lúðraþeytari frá
dvöl sinni vestra.
10. Jón A. Thordarson, mormóna-
trúboði, sem dvaldist hér með trú-
bræðrum sínum að vestan.
Hornaflokkur Vestmannaeyja
starfaði samfellt fyrstu 5 ár ævinnar
(1904—1909) og veitti Eyjabúum
oft mikla ánægju og skemmtun. En
árið 1909 varð einhver semingur á
starfseminni.
Árið 1911 hvarf Brynjólfur Sig-
fússon til tónlistarnáms í Danmörku.
Þá hafði starf Hornaflokksins legið
niðri s.l tvö árin. En þegar hljóm-
listarstj órinn og organistinn var far-
inn úr bænum til níu mánaða dvalar
erlendis, tóku félagar hans í Horna-
flokknum höndum saman og æfðu
og léku á lúðrana fyrir almenning í
kauptúninu, svo að ánægja þótti að.
Þá stjórnaði Hornaflokknum Sæm-
undur Jónsson frá Jómsborg.
Frá því að piltarnir í Hornaflokkn-
um stofnuðu hann, kostuðu þeir
kapps um að geta lagt sitt til um
hljómlist á Þjóðhátíð Vestmanna-
eyja, sem haldin var í Herjólfsdal ár-
lega síðan árið 1901 að öruggt er.
Hafði Kvenfélagið Líkn veg og
vanda af hátíðarhöldum þessum
fyrstu árin eftir að það var stofnað.
Þá var einnig haldinn álfadans
svo að segja á hverju ári í byrjun
janúarmánaðar, og þótti þá sjálfsagt,
að Hornaflokkurinn léki fyrir al-
menning í tilefni þess fagnaðar, ým-
ist í fararbroddi fylkingar á undan
„kóngi og drottningu“ eða í Good-
templarhúsinu á Mylluhól að lok-
inni skrúðgöngu, þar sem allur skar-
inn kom saman til að dansa lengi
nætur.
Árið 1910, í ágústmánuði, gerðist
merkur viðburður í Vestmannaeyja-
kaupstúni. Hinn kunni hlj ómsveitar-
106
BLIK