Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 31
Þá kem ég að því, hvernig hrá-
efnisins var aflað í fiskimj ölsverk-
smiðju Gísla J. Johnsens. Það var
keypt af útgerðarmönnum, nema það
sem barst verksmiðjunni frá hinni
miklu útgerð Gísla sjálfs. Ekki man
ég verðið, en allt var það miðað við
tunnur eins og í Englandi. Sá maður,
sem tók á móti hráefninu út úr krón-
um eða aðgerðarhúsunum og skráði
nótur fyrir því, hét Guðmundur Jes-
son og var fæddur hér í Eyjum og
dvaldist hér alla ævi. Hráefninu var
ekið inn að verksmiðju á tveim hest-
vögnum. Sá maður, sem sá um akst-
urinn, var hinn virðulegasti maður,
er hafði útbúið sér sæti á hestvagn-
inum, og var það klætt innan með
gæruskinni. Svo virðulegur frágang-
ur þótti algjör nýjung í verstöðinni,
því að aðrir vagnmenn létu sér
nægja fjöl þvert yfir vagninn til að
sitja á.
Þessi maður í gæruskinnssætinu
var Páll Erlendsson, sem seinna var
hér kunnur bifreiðarstjóri.
Hér óska ég að greina með nöfn-
um þá íslenzka menn, sem fyrstir
unnu í fiskimjölsverksmiðjunni með
Enlendingunum tveim. Þar skal fyrst-
an telja Matthías Finnbogason frá
Litlhólum við Hásteinsveg. Hann var
lengi mjög vel þekktur hér í Eyjum
sem afburða smiður og vélamaður,
einn hinna beztu manna, sem ég hefi
unnið með. Annar var Jón Jónsson
frá Brautarholti hér í bæ, ágætis-
maður. Þar var einnig Ágúst Gísla-
son Stefánssonar frá Hlíðarhúsi.
Agúst byggði íbúðarhúsið Valhöll
við Strandstíg 1912. Þá vann Snorri
Þórðarson frá Steini hér í bæ og
Árni Árnason eldri frá Grund við
Kirkjuveg, faðir Árna símritara.
Einnig vann þar Ingimundur Ingi-
mundarson, sem hyggði Nýlendu við
Vestmannabraut og fleiri hús hér.
Allt mætir menn og duglegir verk-
menn. Ein kona vann í verksmiðj-
unni um lengri tíma. Það var Gróa
Einarsdóttir, sem bjó lengi að
Kirkjuvegi 12, systir Guðjóns í
Breiðholti.
Þetta er þá í stærstum dráttum
upphafið að þessum verksmiðjuiðn-
aði hér í Eyjum, sem varð mörgum
hér bæði mikil tekjulind, þegar fram
leið, og svo bænum í heild mikið
þrifnaðarfyrirtæki, því að segja
mátti með sanni, að alls staðar lægju
fiskbeina- og slóghrúgur rotnandi í
bænum, áður en fiskimjölsverksmiðj-
an varð til. Sá óþrifnaður fór sívax-
andi í bænum með aukinni útgerð.
Haustið 1920 hafði verksmiðjan
staðið 6 ár ónotuð vegna heims-
styrjaldarinnar, sem lamaði allan
slíkan rekstur. Þá var hafizt handa
um að undirbúa verksmiðjuna til
nota og reksturs á næstu vertíð
(1921). Sá undirbúningur allur var
mikið verk. Aðalmaðurinn í því
starfi öllu var Matthías Finnbogason,
sem kunni góð skil á öllum vélunum
og notkun þeirra. Jón Jónsson hafði
verkstj órnina á hendi.
Þannig var verksmiðjan rekin í
3 næstu ár, en haustið 1923 kom
hingað til Eyja enskur maður, sem
var vélstjóri. Hann var sendur frá
BLIK
29