Blik - 01.06.1972, Síða 68
húsrýmið, setti skólastj órinn sér það
mark, að fá færðan niður skóla-
skyldualdurinn í kaupstaðnum. Þetta
var gert. Eyjabörn 8 og 9 ára voru
þá skylduð til að stunda nám í barna-
skólanum, og var kennaraliðið aukið
í hlutföllum við þá fjölgun skóla-
nemendanna.
Veturinn 1925—1926 gengu 262
börn í barnaskóla Vestmannaeyja.
Með bréfi fræðslumálastjórnarinn-
ar dags. 9. sept. 1929 var skólanefnd-
inni tilkynnt, að hún gæti á það fall-
izt, að skólaskyldualdurinn í Vest-
mannaeyjum yrði færður niður í 8
ár frá 1. okt. það haust. Þetta sumar
höfðu Aðventistar í Eyjum byggt
söfnuði sínum barnaskólahús. Þeir
æsktu þess þá að mega reka barna-
skóla á vegum safnaðar síns. Til þess
þurftu þeir leyfi bæði þessa aðila og
hins. Þau leyfi fengu Aðventistar taf-
arlaust. Fengu þá 22 börn í Eyjum
undanþágu frá því að ganga í barna-
skóla kaupstaðarins veturinn 1929—-
1930.
Þrátt fyrir þessar undanþágur fór
nemendum barnaskólans í Eyjum
mjög fjölgandi ár frá ári, svo að
375 börn nutu kennslu í skólanum
veturinn 1932—1933. Alls luku þá
328 börn ársprófi og 47 börn fulln-
aðarprófi. Þann vetur gengu 36 börn
í barnaskóla Aðventista, svo að þá
reyndust vera á fimmta hundrað
börn á skólaskyldualdri í Vestmanna-
eyj akaupstað.
Sumarið 1932 var það ætlan skóla-
nefndar, að unnið yrði að því að
skólpveitan frá barnaskólahúsinu,
sem til þessa hafði íegið í hraun-
svelg eða hraungjótu skammt frá
byggingunni, yrði nú tengd skólp-
veitu bæjarins, sem þá hafði verið
lögð niður í höfnina frá nokkrum
þéttbýlissvæðum í bænum. Jafn-
framt vann skólastjóri að því að fá
böð í tengslum við leikfimisalinn.
Þessum framkvæmdum var komið í
heila höfn á árunum 1933 og 1934
og vatnssalerni tekin í notkun í
barnaskólanum haustið 1934. Brátt
steðjaði þá að mikill vatnsskortur,
svo að loka varð bæði vatnssalern-
unum og böðunum, þar til meira
vatns yrði aflað. Það varð aðeins
gert með stærri vatnsgeymum, því
að nóg var flatarmál barnaskólaþaks-
ins til regnvatnssöfnunar, ef vatns-
geymarnir gætu rúmað meira. Þetta
er sérstaklega tekið hér fram til að
auka skilning lesenda Bliks á sér-
stöðu Vestmannaeyinga um öflun
vatns til neyzlu og þrifnaðar á þess-
um árum og löngu fyrr og síðar, þar
til vatnsleiðslan mikla var lögð milli
lands og Eyja.
Veturinn 1933—1934 gengu 409
börn í barnaskóla Vestmannaeyja og
66 börn í barnaskóla Aðventista. En
veturinn eftir (1934—1935) voru
nemendur barnaskóla kaupstaðarins
437, og luku þá 68 börn fullnaðar-
prófi um vorið. Þegar nemendur
barnaskóla Aðventista eru taldir með
munu á sjötta hundrað börn hafa
notið kennslu í báðum skólunum
þennan vetur.
Þennan vetur var nemendum
kennd handavinna í þrem bekkjum.
66
BLIK