Blik - 01.06.1972, Síða 69
Á undanförnum árum hafði Kven-
félagið Líkn beitt sér fyrir því, að
handavinna stúlkna yrði kennd í
barnaskólanum.
Næstu þrjá vetur var nemendatal-
an sem hér segir:
Veturinn 1935—1936: nemendur
alls 450 að tölu.
Veturinn 1936—1937: nemendur
alls 523, þar af luku 71 barn fullnað-
arprófi.
Veturinn 1937—1938: nemendur
alls 551, þar af luku 72 börn fullnað-
arprófi.
Vorið 1937 var hreyft markverðu
máli á skólanefndarfundi. Fram-
kvæmd þess var mikilvægt þrifnaðar-
mál í bænum, sérstaklega til velfarn-
aðar börnunum. Skólanefndin sam-
þykkti að ráða sérstaka hjúkrunar-
konu, bæjarhjúkrunarkonu, eins og
titill hennar var, til þess að útrýma
eftir föngum allri lús á vestmanna-
eyiskum heimilum. Skólanefndin
orðaði það þannig, að starf hennar
skyldi vera að „útrýma óþrifum á
skólabörnum, sem mikið ber á“, eins
og bókað er í fundargerð skólanefnd-
ar. Hjúkrunarkona þessi skyldi fyrst
og fremst starfa í samráði við skóla-
lækni og skólastjóra. Skólalæknirinn
var þá Olafur 0. Lárusson héraðs-
læknir, og var hann þá jafnframt
formaður skólanefndarinnar. Geri ég
því ráð fyrir, að þessi markverða
samþykkt hafi upphaflega verið runn-
in undan rifjum hans með vitund og
í samráði við Pál skólastjóra.
Haustið 1937 tók þessi hjúkrun-
arkona til starfa í bænum, eftir því
sem ég veit sannast og réttast, og
víst er um það, að hún vann næsta
ótrúlega mikið og markvert starf til
þrifnaðarauka og menningar. Stund-
um varð kona þessi að beita róttæk-
um aðferðum í starfi sínu til útrým-
ingar óþrifunum á sumum heimilun-
um. Ekki meira um það hér. En eitt
er víst, að við, sem önnuðumst dag-
legt skólastarf í bænum, sáum mik-
inn árangur af starfi hennar. Við
dáðum hana fyrir allt hennar starf.
En hún komst ekki alveg ómeidd frá
því: Hún var kölluð „lúsamamma“,
sérstaklega af þeim, sem nærri var
höggið.
Bæjarhjúkrunarkonan vann svo
markvert starf í þágu barnanna í
bænum, að þess er vert að geta í
skólasögu kaupstaðarins.
Eg hef hér í frásögn minni leitast
við að veita lesanda mínum nokkra
hugmynd, — nokkra fræðslu um þró-
un og viðgang barnaskóla Vest-
mannaeyja undir stjórn Páls skóla-
stjóra Bjarnasonar. Síaukið að-
streymi fólks í bæinn sökum vaxandi
atvinnulífs á árunum fyrir heims-
kreppuna miklu olli örum vexti
barnaskólans og erfiðleikum til að
fullnægja kröfum tímans og um-
hverfisins. En allt tókst þetta giftu-
samlega fyrir skólastjóra og hinu
góða kennaraliði hans, sem ég hafði
persónuleg kynni af, þar sem Ung-
lingaskóli Vestmannaeyja og svo
Gagnfræðaskólinn voru til húsa í
barnaskólabyggingunni fyrstu sjö
starfsárin mín hér í kaupstaðnum.
Nemendafjöldi barnaskólans hafði
67
BLIK