Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 15
fordild, að nafns hans hefur e. t. v.
oftar verið getið á blaðsíðum Bliks
á undanförnum áratugum en flestra
annarra framtaksmanna hér í bæ.
Þar sem Blik skal fyrst og fremst
vera safn sögulegra heimilda, hefur
Eyjaskeggi þessi gefið tilefni til þess,
að nafn hans væri þar oft nefnt.
Hér verður að nokkru minnzt eins
hinna mörgu framfaramála, sem
Gísli J. Johnsen beitti sér fyrir á sín-
um tíma og leiddi til farsælla lykta.
Það stórmál er lögn símans til Vest-
mannaeyja sumarið 1911.
Eins og áður er tekið fram, var
lokið við að leggja símalínu frá
Reykjavík austur að Garðsauka sum-
arið eða haustið 1909. Þá fór síma-
endinn að nálgast Vestmannaeyjar.
Þó höfðu Eyjamenn enga von um
síma heim til sín. Veturinn 1909—-
1910 leið og svo sumarið 1910 án
þess að nokkur hreyfing væri í þá átt
að leggja sæsímastreng til Vest-
mannaeyja. Enginn vildi hætta fjár-
munum í svo vonlaust fyrirtæki, því
að það gat aldrei skilað arði, álykt-
uðu flestir. En menn bollalögðu um
loftskeyti milli Eyja og Reykjavíkur.
Þó varð ekkert úr framkvæmdum.
Svo var það 20. maí 1911 að odd-
viti sýslunefndar Vestmannaeyja
lagði fram á framhaldsfundi nefnd-
arinnar bréf frá Sveini Björnssyni,
yfirdómslögmanni í Reykjavík (síð-
ar sendiherra og svo forseti Islands).
I bréfi þessu fór yfirdómslögmaður-
inn fram á að fá meðmæli sýslu-
nefndarinnar til þess, að landsstjórn-
in veitti honum einkaleyfi á loft-
skeytasambandi milli Vestmannaeyja
og Reykjavíkur um 5 ára skeið.
Eftir nokkrar umræður í sýslu-
nefndinni bar oddviti hennar (Karl
Einarsson, sýslumaður) upp svofellda
tillögu:
„Nefndin mælir með því eindreg-
ið, að leyfisbeiðandi fái hið um-
beðna einkaleyfi um 4 til 5 ára bil, ef
stjórninni ekki herst ábyggilegt til-
boð um símalagningu á þessu ári
milli lands og Eyja sýslunni að kostn-
aðarlausu innan 20 daga frá því um-
sækjandi leyfisins til loftskeytasam-
bands sendir umsókn sína og býður
fram þær tryggingar, sem stjórnin
kann að heimta fyrir leyfinu.“ Til-
lögu þessa samþykkti sýslunefnd
Vestmannaeyja með öllum greiddum
atkvæðum.
Sýslunefndarmaðurinn Magnús
bóndi Guðmundsson á Vesturhúsum
bað bókað, að hann greiddi tillög-
unni atkvæði í trausti þess, að sam-
bandið milli lands og Eyja yrði rit-
símasamband. Jafnframt lýsti hann
því yfir, að hann væri algjörlega á
móti loftskeytasambandinu.
Þessi samþykkt sýslunefndarinnar
snart viðkvæma strengi í hrjósti fjöl-
margra Eyjabúa. Mjög margir þeirra
áttu rætur að rekja til bændafólks í
Suðurlandssveitunum frá Vikarskeiði
í vestri og alla leiðina austur í Aust-
ur-Skaftafellssýslu. Já, allur þorri
þeirra var brotinn af bergi sunn-
lenzkra bændaætta. Og svo skyldi
þannig högum hagað, að tæknin
mikla, sem nú ruddi sér árlega til
rúms um sambönd og samskipti
blik
13