Blik - 01.06.1972, Qupperneq 47
þegar ..komið var rok um svið“ og
sædrifið huldi fleyin, sem komu að
landi færandi björg í bú. Stundum
sáust aðeins siglutopparnir. Þá var
sannarlega gott að vita „sjómannslíf
í herrans hendi.“
Margoft átti ég erindi til einka-
heimila. Stundum var erindið að
spyrja um einhvern, sem illa gekk að
finna. Oftast var húsfreyjan heima
og börnin á ýmsum aldri. Erindi var
fljótlokið. Oftast þó einhver orða-
skipti. Stundum var sagt, að nýlagað
kaffi væri á borðinu. Þá var naumast
hægt að neita því.
Misjöfn voru þessi hús í Eyjum
að vexti og vænleik, og geysimunur
er á búnaði þeirra, þegar inn er kom-
ið. En nær alls staðar var hreint og
fágað út úr dyrum, svo að hvergi
sást blettur. Og hlýju andaði á móti
manni út að yztu dyrum. Ég sá oft
vel búin börn kringum starfandi
móður. Það er fögur og heillandi
sjón. Já, innan heimilisveggjanna er
mikið verk unnið, sem ekki má van-
meta. Það ber ekki mikið á hverju
handarviki húsfreyjunnar eða
margra barna móður. En verkin
hennar eru þau þó, sem mestu varð-
ar og eru hin allramikilvægustu, ef
vel eru af hendi innt. „Húsfreyjan
mótar heimilisheiðurinn,“ segir gam-
alt orðtak, og heimilið er hyrningar-
steinn þjóðfélagsins, lind þjóðar-
gæfunnar og varanleiki hennar.
Þannig er varið starfi þessara heima-
kæru kvenna. A vökustarfi þeirra
veltur mikið um heill og gæfu þjóðfé-
lagsins. Og eiginmaðurinn á sætrján-
um eða annars staðar við erfið og
hættusöm störf fjarri heimilinu,
hlakkar til að koma heim og njóta
heimilisyls, ef til vill aðeins stutta
stund, þar til skyldustörfin kalla
hann á ný á athafnavettvanginn.
Oft kom það fyrir, að ég varð að
koma í hús, þar sem sorgin hafði
knúið dyra, einhver úr fj ölskyldunni
hafði „kvatt heimilið hinzta sinn“.
Þá var orkan smá og orðin manns
fátækleg, en huggarinn eini sanni var
beðinn að láta yl frá sér streyma um
mitt veika handtak. Ef til vill hefur
það stundum fært ofurlítinn yl í sárt
hjarta.
Fagurt og ánægjulegt er hros
barna og unglinga, sem maður mætir
á förnum vegi. Þau verma oft inn að
hjarta, ekki sízt, er aldurinn færist
yfir. — Ég minnist K.F.U.M.-drengj-
anna. Nú eru þeir orðnir stórir og
sterkir fullhugar í starfi og leik. Guð
blessi þá. — Sannarlega er þörf og
skylda að biðja fyrir æskulýð lands
vors, því að alvarlegri hættur eru á
leið hans nú en nokkru sinni fyrr.
Og minnin flögra að mér eitt af
öðru. Uppi á 3. hæð Sparisjóðsbygg-
ingarinnar er Byggðarsafn Vest-
mannaeyja til húsa. Og þó að það
húsrými væri þröngt, þá var þar á-
nægjulegt að koma og margt að sjá.
Þar geymast hlutir, sem tilheyra
sögu og atvinnu liðinna tíma. Þar
er líka safn eða uppspretta fiska.
Og þar mun vera eitthvert fjölþætt-
asta safn ýmissa sjávardýra sinna
tegunda, svo sem skelja og kuðunga.
Þetta safn mun að mestu orðið til
BLIK
45