Blik - 01.06.1972, Qupperneq 194
109. Keðjuhlœr, tvær að tölu, gild-
ar og traustar frá dögum Hannesar
Jónssonar hafnsögumanns og hafnar-
varðar. Þá þurfti oft að lyfta gildri
hafnarfesti frá botni eða lagfæra og
treysta á bryggju. Þá voru keðjuklær
notaðar til að fá gott tak á festar-
hlekkj unum.
110. Klaufhamar. Þennan klauf-
hamar notaði Hannes Jónsson, hafn-
arvörður hér um tugi ára og hafn-
sögumaður, til þess m. a. að berja
ryð af ýmsum munum úr járni, sem
voru í eigu Vestmannaeyjahafnar.
Hamarinn kom upp úr höfninni 1964.
111. Klemma — eikarþvinga. Þær
voru notaðar við smíði á súðbyrtum
bátum, bæði opnum skipum og vél-
bátum, áður en skrúfuþvingurnar
komu til sögunnar. Borðin voru sem
sé klemmd saman með eikarþvingum
þessum til þess að halda þeim föstum
meðan þau voru seymd.
Þessa borðaklemmu átti Jón for-
maður og smiður Ingimundarson í
Mandal, enda merkið „Jón“ á henni.
Fóstursonur hans og dóttursonur, Jón
Stefánsson í Mandal, gaf Byggðar-
safninu gripinn.
112. Klemma — eikarklemma.
Borðaþvingu þessa átti Astgeir skipa-
smiður Guðmundsson í Litlabæ.
113. Kraki (dreki). „Akkeri“
þetta er íslenzkt að hugsun og gerð
og táknrænt fyrir þjóð, sem reyndi
eftir megni að bjarga sér í málm-
snauðu landi. Krakinn hélt lagvaðn-
um kyrrum í sjónum. Kraki (dreki)
af þessari gerð, var sumstaðar á land-
inu kallaður krossflaugardreki. Þenn-
an kraka gerði að öllu leyti Stefán
Jónsson að Sléttabóli við Skólaveg,
en hann stundaði hákarlaveiðar með
lagvað á hákarlamiðum Suð-Austur-
lands á yngri árum sínum.
114. Lagningarlukt. Hún er frá
Emmu-útgerðinni hér í bæ. I ljóskeri
þessu logaði eitt einasta kerti. Þann-
ig voru fyrstu ljóskerin á vélbátun-
um í Vestmannaeyjum. Við týru þessa
urðu sjómennirnir að leggja línuna
oft og tíðum og draga hana, ef þeir
urðu seint fyrir. Þegar línan var
lögð, var lugtin fest á tréstand aftan
við miðjan bát stjórnborðsmegin og
lýsti þá niður í bjóðið, sem línan
var lögð úr. Þegar línan var dregin í
skuggsýnu eða myrkri, var lugtin
færð fram að línurúllunni. Þannig
var þetta á mörgum litlu vélbátunum
fyrstu í Eyjum, þar til gasluktir og
síðan rafljósin komu til sögunnar.
115. Lagvaður, austfirzkur að
gerð. Vaðtré þetta með fjórum sókn-
um, klóm og hluta af stjórafæri, fann
skipshöfnin á Vestmannaeyja-síldar-
skipinu Gjafari (VE 300) á síðustu
síldarárum langt austur í hafi austur
af Austfjörðum. Hún færði síðan
happafund þennan Byggðarsafninu
að gjöf. Skipstjóri á Gjafari er sem
kunnugt er Rafn Kristjánsson.
Byggðarsafnið hefur látið setja
vaðinn upp að fullu. Sjón er sögu rík-
ari, og þar gefur á að líta og af að
læra. Lagvaðir voru notaðir mikið
við hákarlaveiðar á síðustu öld og ef
til vill fyrr hér á landi, helzt á Aust-
fjörðum og Norðurlandi, þar sem
192
BLIK