Blik - 01.06.1972, Side 97
ÞORSTEINN Þ. VIGLUNDSSON
Við „Siggi i Hruna44
Þegar ég hugleiði þessa mynd,
koma minningarnar fram í hugann
ein af annarri. Þær flögra að mér
eins og dálitlir sérlegir fuglar, sem
kvaka mér glaðlega í eyra. Jafnframt
minna þær mig á erfiða tíma, —
gamla tíma þrenginga og þrauta-
stunda, ekki sízt hjá heimilisföður
eins og Sigurði mínum Þorleifssyni
með fullt hús af börnum á tímum
fjárkreppu og atvinnuleysis.
Leiðir okkar Sigurðar Þorleifsson-
ar í Hruna lágu saman í harðri lífs-
baráttu á áratugnum 1930—1940.
Við unnum þá saman fáa daga á vori
hverju. Og þá var það ég, sem var
atvinnurekandinn, mikil ósköp! Og
við unnum saman í glaðværð og
gáska og af miklum vinnuhug. Þó
gáfum við okkur góðan tíma til að
krydda tilveruna með spaugi og
sprettum, því að Sigurður var glað-
vær og spaugsamur, þegar hann vildi
það við hafa.
Báðir vorum við umkomulitlir
menn í umhverfinu og tilverunni í
kaupstaðnum, við „Siggi í Hruna“,
— hann bláfátækur barnamaður með
stopula atvinnu, — ég „hugsjóna-
angurgapi“ í skólastarfi, talinn hand-
ónýtur kennari og ennþá vesælli
skólastjóri að dómi ríkjandi konsúla-
menningar í bænum, enda talinn van-
rækja starf mitt, svo sem hér sannast
með tilvitnun í fréttaklausu, þó að
ég ynni við skólastarfið langan
vinnudag í kennslu, skólastjórn, fé-
lagslífi nemenda og stílavinnu á
kvöldum o. s. frv. Óll var þessi vinna
greidd með nokkru broti þeirra
launa, sem starfsbræður mínir fengu
greidd annars staðar í landinu. Verst
fóru þó svívirðingarnar og persónu-
legu brigzlyrðin með sálarlífið. Dóm-
um hinna ríkjandi menningarvita í
bænum varð ekki þokað. Þar var
mælikvarðinn á eitt og allt, — líka
á mannkosti okkar Sigurðar í Hruna.
— En þegar við Sigurður vorum í
essinu okkar við vorstörfin, þá voru
ekki maðkarnir í mysunni. Þá fund-
um við ekki mikið til andstreymis
lífsins. Við gleymdum í rauninni öllu
í glensi okkar og gamni í vorönnun-
um.
Jafnframt skólastjóra- og kennslu-
störfunum við Gagnfræðaskólann í
kaupstaðnum var ég bóndi. Og þeirri
stétt íslenzkri hef ég alltaf unnað. Ég
þakka henni ávallt, hvað við íslend-
BLIK
95