Blik - 01.06.1972, Qupperneq 14
opnaður til afnota milli Hjaltlands og
Seyðisfjarðar. Þá sendi formaður
Stóra norræna ritsímafélagsins sím-
skeyti hingað til lands þess efnis, að
sæsímalagningunni væri lokið.
Næstu sumur var svo haldið áfram
að leggja símalínurnar út frá Reykja-
vík og víðar. T. d. var lokið við að
leggja símalínu frá Reykjavík austur
að Garðsauka í Rangárvallasýslu
sumarið 1909.
II. Sími milli laruLs og Eyja 1911
Stofnað Rit- og talsímafélag
Vestmannaeyja
Vestmannaeyingar minntust 50
ára kaupstaðarréttinda sinna með
hátíðahöldum ýmiskonar dagana 15.
—17. júní 1969.
I heild hygg ég að fullyrða megi,
að hinir ýmsu liðir hátíðahaldanna
hafi orðið Eyjamönnum og kaup-
staðnum til sæmdarauka, þrátt fyrir
óhagstætt veður, sem leiddi af sér
erfiðleika og spillti að ýmsu leyti há-
tíðarblænum, þar sem gert var ráð
fyrir, að nokkur hluti hátíðahald-
anna færi fram undir berum himni.
Sumir þeir, sem skrifuðu í lands-
blöðin í tilefni 50 ára afmælisins,
komust svo að orði, að Vestmanna-
eyingar væru í ýmsu tilliti í farar-
broddi um þjóðfélagslegt framtak og
menningarlegar framfarir. Slík prent-
uð orð viljum við Vestmannaeyingar
gjarnan lesa og lesum með ánægju,
af því að við finnum með sjálfum
okkur, að þau eru sönn en ekki spott
eða uppspuni, innantóm hólyrði. Við
leggjum sjálfir hlutina á metaskál-
arnar og finnum, sjáum og vitum, að
orð blaðamannanna eru í mörgu til-
liti sönn og réttmæt, eins og rúm okk-
ar er skipað nú í íslenzka þjóðfélag-
inu og staða okkar, þegar 70 ár eru
liðin af 20. öldinni. Konsúlatímabilið
með hinum tveim menningarskautum
sínum og fyrirbrigðum í hugsun og
athöfn er um garð gengið.
Persónulega dái ég marga þá menn
hér í bæ, sem gengið hafa í farar-
broddi á undanförnum áratugum og
rutt margskonar framfaramálum
braut á atvinnusviðinu. Þeir hafa
skapað með framtaki sínu og hyggju-
viti Eyjafólki í heild mannsæmandi
afkomu og viðunandi menningarskil-
yrði með fádæma dugnaði og atorku,
framtaki og víðsýni, hyggindum og
velvild til bæjarfélagsins og Eyjabúa.
Þó mætti hér minna á orðin kunnu
úr Grettissögu: „Ekki mun skutur-
inn eftir liggja, ef vel er róið fram í.“
Hér verður það þannig skilið, að
lítið getur forustan í atvinnumálun-
um aðhafzt, ef verkamaðurinn og
verkakonan valda ekki vel ár sinni,
gera ekki sitt til þess að allt gangi og
fari vel. Ekki á það síður við um sjó-
manninn.
Einn var sá maður, fæddur hér og
upp alinn, sem neytti starfsorku sinn-
ar og víðsýnis í ríkum mæli um tugi
ára Eyjafólki til ómetanlegra hags-
muna. Það var Gísli J. Johnsen, út-
vegsmaður og kaupmaður. Hann
skipaði hér hið æðra skaut í menn-
ingarlegum efnum. Það er því af engri
12
BLIK